Já, nú er maður heltekinn af ferðabólunni alræmdu (eða ráfaralostann fyrir íslenska beinþýðendur). Ætli ég hafi ekki smitast af þessum sjúkdómi þegar ég tók mig til og skrapp til Englands nú fyrir stuttu ásamt fríðu föruneyti sem ég mun tjá mig um eitthvað síðar.
En einsog málin standa þá langar mig gjarnan til að eipa um Evrópu á bílaleigubíl, leggja af stað í júlí og það gæti jafnvel verið að maður toppi eipið með því að fara á Wacken, en áhuginn á þeirri hátíð hefur farið vaxandi undanfarin misseri. Spurninginn er hvort að maður ætti að manna sig upp í að fara einn eða hvort einhver/jir séu til í að eipa með mér...
Mín grófa ferðaáætlun er svohljóðandi: Fljúga til Heathrow kannski í annarri viku í Júlí, fá bílaleigubíl, keyra til Ulverston og heimsækja bróðir minn og skoða Vatnahéraðið, stoppa e.t.v. í 2-3 daga, keyra aftur til baka og fara Ermarasundgöngin til Frakklands, fara til París og tjekkitt í 2-3 daga, þaðan til Sviss, síðan til Austurríkis, Ungverjaland, Slóvakía, Tjekkland og tjekkittolát, síðan Pólland, Þýskaland og taka Berlín, Wacken, síðan Belgía og heimsækja einn félaga minn þar, kíkja til Hollands og skoða byggingar og síðan aftur til Englands via Frakkland og svo Heathrow. Vitaskuld má búast við töfum, þrefi og undarlegheit, en vona þó að þessi ferð muni vara í 3-4 vikur og einsog ég benti á, þá er þetta grófleg ferðaáætlun og má búast við að hún taki einhverjum breytingum. En það sem mun standa er Ulverston, Wacken og Belgía síðan verður unnið einhvernmeginn í kringum það ef einhverjir fúsir ferðafélagar koma með.
6 ummæli:
Ég var einmitt að pæla í einhverju svona. Nema ég ætlaði að enda í Belgíu til að fara á Ieperfest. Sem er 25-28. ágúst held ég.
djövull lýst mér vel á þetta plan, en besti tíminn til að eyða í Belgíu, er 29 júní - 2 júlí, Rock Werchter, þrusu rokkhátíð sem enginn ætti að missa af, tjekk it out http://www.rockwerchter.be
..já eða Pukkelpop sem er 17,18, og 19 ágúst, ekki síðri.. www.pukkelpop.be..
Við Gunna ætlum nú bara í sólarlandaferð í sumar...jaaa, ekki 100%, kannski, verðum á Ítalíu (Rimini, EKKI einhver eyja!), með séns á margs kyns rúntum hingað og þangað.
Að öðru - Var að sjá þessa gleðifregn hjá Meistara Maddox:
Update (02-06-06): Update this Wednesday.
'234.653 suckers will count the seconds before my masterful update'
B.T.W.: Geggjuð grein á "Egginni" ("Eggjunum"?)
Ég kem bara líka. MAMMA
Skrifa ummæli