Titillinn hljómar einsog finnsk tragíkómedía með forngrísku elementi er fjallar um einkennilegan ástarþríhyrning er endar í dýrðlegu fjöldasjálfsmorði á götum Helsinki, fósturlát hjá sjötugri langaömmu og allrahanda aflimun á átta ára gömlum dreng sökum skæðum vírus. En svo er ekki.
Ég er að vísa í störfin sem ég er í. Af þeim tveimur vinnustöðum sem ég vinn á þá er ég eini karlmaðurinn á báðum vinnustöðum, að undanskildum húsverðinum og kokknum á hjúkrunarheimilinu. Leyf mér að umorða, ég er eini karlmaðurinn, svo ég viti til, sem er í umönnunarstarfi hér á Hornafirði.
Þessi staðreynd er hlægileg, algjörlega kostuleg. Þetta er algjör bomba. Þetta er alveg brjálæðislega fyndið. Ég sé allavega húmor í þessu, hvort að einhver annar geri það kemur málinu lítið við, en fyrir sá hinn sama sem sér spaugilegu hliðina á þessu, til hamingju.
Það er einn skitinn karlmaður í umönnunarstarfi á Hornafirði. Einn. Ég er búinn að telja þetta nokkrum sinnum og there are no two ways about it. Einn karlmaður. Aðeins einn. Ég held að ég geti ekki undirstrikað þetta meir, en svo það fari ekki milli mála þá er fjöldi karlmanna í umönnunarstörfum hér á Hornafirði nákvæmlega svona margir:
1*
Það er eitt umönnunar/aðhlynningar-heimili í viðbót er ég veit um sem er í þessu gríðarstóra sveitarfélagi er heitir Hornafjörður, en hvort það sé karlmaður að vinna þar veit ég ekkert um, leyfi mér að stórefast um það.
Kannski einhverntímann eftir 50 ár eða svo verða hugsanlega 2-3 karlmenn að vinna á þessu hjúkrunarheimili, hver veit. Jafnréttið er á leiðinni, það er bara þarna rétt handan við hornið, það ætti að koma á sama tíma og hið langþráða lýðræði sem við sækjumst öll eftir auk stjórnmálamanna sem standa við sitt og vitaskuld hið goðsagnakennda frelsi sem okkur er logið að að við höfum.
Þó er ég á engann hátt brautryðjandi í þessum efnum, en hver fær þann vafasama heiður? Ég mundi bara skjóta á hann bróður minn sem var einnig eini karlmaðurinn um langa hríða á þessu sama hjúkrunarheimili. Hann sagði mér goðsögnina um það er það voru heilir ÞRÍR karlmenn að vinna á sama tíma og hann(hann meðtalinn). En það var um sumarið og telst varla með. Eða hvað?
Mesta magn af karlmönnum sem hafa verið í umönnun í minni tíð voru tveir (ég meðtalinn), en hvort að hjúkrunarfræðinemar, þó karlmenn séu, flokkist undir umönnunarstarf má deila um, en ég segi já. En þó, hann vann einnig um sumarið (með smá viðkomu um jólin) svo ég veit ekki hvort hann teljist með.
En til að fyrirbyggja misskilning mína dyggu og æruverðugu lesenda þá veð ég ekki í tjeddlingum, skonsum/buddum og júllum á þessum rúmlega 50 manna (eða ætti maður að segja kvenna og einn mann) vinnustað. Sorrí þið ógeðslegu klámhundar og sorar með "sex on the brain" þó þetta sé ágætis söguþráður í frekar slappri klámmynd þá er raunveruleikinn allt annar.
Hún: Heldurðu að það sé´ílæji að gera það hér, fyrir framan þennan gæja?
Hann: Þetta er alltílæ beibí, hann er með alzheimer.
Hún: Tíhíhí.
Gamli gæjinn (leikinn af Ron Jeremy): [hugsar]Ef þau aðeins vissu, hjéhjéhjé.
* e - i - n - n
7 ummæli:
Do you have ....sex? on the brain? eh?
Y
you people march in here....young!
The league of gentlemmen...ahh...
p.s. það er enginn karlmaður að vinna á minni hæð, en það eru... þrír held ég á hinum tveim hæðunum og tveir karla af 5 á næturvakt.
hoho
Þú veður bara í skítugum eistum í vinnunni þinni.
Þú ert nú samt refurinn okkar í hæsnahúsinu, við hugsum allar voða fallega til þín.
Múshí, músh.
Hvað þýðir samt múshí músh?
Tja... það er erfitt að útskýra það. Mæli með að þú horfir á fyrstu seríu (minnir mig) af gamanþáttasyrpunni Fóstbræður
hahah... en þér finnst það "bara fínt" eins og þú segir. Mér finnst það pirrandi að vinna einungis með kvensum( og þá er ég sérstaklega að tala um ef þeir eru fullrosknar,miðaldra, samanber Landakot og Hjartadeild) , bara að það séu 2-3 karlmenn ætti að nægja. Sama gildir um skólann þar sem ég er einn reðurbera í mínum árgangi.
Skrifa ummæli