Um helgina komu nokkrir gestir af tilefni Humarhátíðarinnar. Það eru nokkrir góðir hlutir og nokkrir slæmir við það að fá nokkra gesti, sérstaklega ef miðað er við það að maður er búinn að vera meira og minna einn heima í tæpan mánuð.
Byrjum á því góða:
Byrjum á því góða:
- Alltaf gott að fá góðan félagsskap,
- Með fínum félögum kemur fínn mórall, ekki sé minnst á metall
- Ekki sakar að gestirnir höfðu öll fínan tónlistarsmekk þannig að það var lítið um að skipta um tónlist á meðan drykkjusamkundu stóð
- Einnig að það er gaman að glápa á vídjó í góðum félagsskap
Þetta er í grófum dráttum það góða, vissulega er það meira en maður hefur ekki orðaforðann til að lýsa því alminilega, og í raun jafnar það slæma sig út, en:
- Þegar gestirnir fara þá myndast óþægileg tómleikatilfinning, einmanaleiki,
- Skilja eftir sig of mikið af drasli
- Auk þess að bjóða sig ekki fram í að vaska fokking upp!
Þessi þriðji punktur er með öllu óþolandi, en ég er með breitt bak og þetta mun nú ekki skilja eftir sig varanlegan skaða á vinskapinn, þetta mun ekki skilja eftir sig neinn skaða. E það er alveg gífurleg magn af leirtaui sem þarf að vaska upp, alveg hreint ótrúlega mikið magn af pönnum, hnífapörum, diskum og glösum sem ég hef ekki enn getað gefið mér tíma til að vaska upp. Vissulega hefði ég getað gert það sunnudagskvöldið, en ég var þreyttur og latur eftir tveggja daga drykkju og vildi nú frekar horfa á vídjó og hita Chicago Town smáflatbökur, éta það og drekka Sprite með og vera einmana.
Horfði á tvær myndir þetta fyrrgreinda kvöld, eitt stykki meistaraverk er heitir Munchen eftir Steven Spielberg. Fjallar um viðbrögð Ísraela eftir aðgerðir Svarta Septembers árið 1972 á Ólympíuleikunum í Munchen er 11 Ísraelskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og síðan myrtir. Hræðilegur atburður sem var fylgt á eftir með hræðilegum hefndaraðgerðum sem aðeins magnaði upp viðbjóðinn með stanslausum árásum Arabískra hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu og enn frekari hefndaraðgerðir Ísraelska hermanna og leyniþjónustumanna. Ca. 160 mínútna þriller af bestu fokking sort.
Seinni myndinn var frekar leiðinleg mynd eftir Michael Winterbottom, sem hefur meðal annars gert 24 Hour Party People og Welcome to Sarajevo. Myndin heitir Code 46 og gerist í ekki-svo-fjarlægri framtíð. Veit ekki hvað skal segja, en ég gat varla haldið vöku yfir þessari mynd. Myndin er með Tim Robbins og Samantha Morton í aðalhlutverki, þau hittast af næstum því tilviljun, fara á bar, spjalla og ríða svo heljarins helling mikið. Code 46, eða kóði 46, er tiltekin regla um að einstaklignar sem eru með 25%, 50% eða 100% DNA-skyldleika mega ekki eignast börn saman og konan er skikkuð til að fara í fóstureyðingu og bla,bla,bla. Það er skondið að miðað við miklar ríðingar, sem fela í sér close-up grettur af Samantha Morton, þá er engin nekt, þau virðast alltaf vera fullklædd. Aldrei sést í geirvörtu af Morton en það kemur samt gratioutus nektarskot af píkunni á henni(?!). Tilgangslaus mynd með öllu, nema viðkomandi hafi áhuga á að sjá píkuna hennar Morton. Þetta minnir mig á Basic Instinct, ef kvikmyndagerðamennirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við handritið, plottið eða neitt, sýnið fokking píkuna á aðalleikonunni og allt verður fyrirgefið. Gæti kallast "gratioutus-pussy-plothole-device" í öllum helstu kvikmyndaskólum. Passið ykkur að blikka ekki.
Annars var helgin ansi hreint mögnuð, frekar mikið drukkið og mig hlakkar nett til helgina 14.-16. júlí, en þá verður Eistnaflug á Neskaupstað.
Horfði á tvær myndir þetta fyrrgreinda kvöld, eitt stykki meistaraverk er heitir Munchen eftir Steven Spielberg. Fjallar um viðbrögð Ísraela eftir aðgerðir Svarta Septembers árið 1972 á Ólympíuleikunum í Munchen er 11 Ísraelskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og síðan myrtir. Hræðilegur atburður sem var fylgt á eftir með hræðilegum hefndaraðgerðum sem aðeins magnaði upp viðbjóðinn með stanslausum árásum Arabískra hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu og enn frekari hefndaraðgerðir Ísraelska hermanna og leyniþjónustumanna. Ca. 160 mínútna þriller af bestu fokking sort.
Seinni myndinn var frekar leiðinleg mynd eftir Michael Winterbottom, sem hefur meðal annars gert 24 Hour Party People og Welcome to Sarajevo. Myndin heitir Code 46 og gerist í ekki-svo-fjarlægri framtíð. Veit ekki hvað skal segja, en ég gat varla haldið vöku yfir þessari mynd. Myndin er með Tim Robbins og Samantha Morton í aðalhlutverki, þau hittast af næstum því tilviljun, fara á bar, spjalla og ríða svo heljarins helling mikið. Code 46, eða kóði 46, er tiltekin regla um að einstaklignar sem eru með 25%, 50% eða 100% DNA-skyldleika mega ekki eignast börn saman og konan er skikkuð til að fara í fóstureyðingu og bla,bla,bla. Það er skondið að miðað við miklar ríðingar, sem fela í sér close-up grettur af Samantha Morton, þá er engin nekt, þau virðast alltaf vera fullklædd. Aldrei sést í geirvörtu af Morton en það kemur samt gratioutus nektarskot af píkunni á henni(?!). Tilgangslaus mynd með öllu, nema viðkomandi hafi áhuga á að sjá píkuna hennar Morton. Þetta minnir mig á Basic Instinct, ef kvikmyndagerðamennirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við handritið, plottið eða neitt, sýnið fokking píkuna á aðalleikonunni og allt verður fyrirgefið. Gæti kallast "gratioutus-pussy-plothole-device" í öllum helstu kvikmyndaskólum. Passið ykkur að blikka ekki.
Annars var helgin ansi hreint mögnuð, frekar mikið drukkið og mig hlakkar nett til helgina 14.-16. júlí, en þá verður Eistnaflug á Neskaupstað.
5 ummæli:
Mig minnir að ég hafi boðið fram aðstoð mína við uppvöskun eitt kvöldið en þú hafir sagt að þetta væri í lagi.
En já það er eitt sem getur lagað þetta: samskipti, uppástungur teymisvinna. Ég hefði glaður vaskað upp eftir mig og aðra en já einhvern veginn gleymdi ég að hugsa um það á brottfarardeginum. Man ekki eftir öðru drasli frá mér nema einhverjar dósir en ég kom með heilar 5 og nokkrar þeirra enduðu í bænum. Þáði að vísu 2-3 frá Dodz og þakka það. Einhverjar enduðu í kassa/rusli og einhverjar á stofuborði.
Sei, sei. Að ég hafi í algjöru kæruleysi neitað um uppþvottaraðstoð!?
Ójæja. En það var ekkert svo mikið af dóti til að vaska upp fyrren að örfáir gestir kíktu við uppúr klukkan 4 um morgunin og borðuðu allann matinn sem við elduðum.
En kjeddlarnir voru nú ekkert svo miklir sóðar, en...
Ræræræ, skemmtileg helgi.
Já, ég vaskaði ekki upp :(
kem á þetta á næsta ári eða eikkað... já eða innan 10 ára.
Verð að heimsækja þennan skítabæ einkern tímann og hrauna e-s staðar ... á kirkju eða e-ð til að sýna vanþóknun mína á syni Höddnafjarrar Dóra Gríms.
Dóri kemur frá Vopnafirði.
Skrifa ummæli