Einsog svo marga aðra daga eyddi ég rúmlega tveim tímum, frá sextánhundruð til átjánhundruð, að súpa á bruggi og reykja rettur á Kaffihorninu. Að vísu er bannað að reykja inni á staðnum, en sem betur fer eru stólar og borð á pallinum fyrir utan sem maður getur komið sér notalega fyrir á blíðviðrisdögum og mökkað einsog það sé enginn morgundagur.
Rétt fyrir sex, áður en ég fór heim, skrapp ég út ásamt vini mínum Júlla í einn lokasmók fyrir heimför. Á leiðinni út sá ég sæmilega stóra fjölskyldu sitjandi við borð á snæðingi. Ljóshærð, ung stelpuhnáta sat við vegginn, með blóðþrútin augu og skælandi. Það var augljóst að þessi stelpa var í svívirðulegu frekjukasti, fékk greinilega ekki ís á hamborgarann sinn eða álíka kröfu sem sirka sex ára pjatla getur dottið í hug og þetta skap mundi ekki renna af henni í bráð. Það fannst mér nokkuð augljóst, enda orðið vitni af svona áður og hef efalaust farið í svona kast sjálfur.
Svo við félagarnar tylltum okkur við eitt borðið og fengum smók, ræddum aðeins saman þegar undarlegur atburður gerist. Hurðinn opnast og út kemur kona sem var kominn eitthvað yfir þrítugt með þessa sömu litlu dömu með tárin streymandi niður kinnarnar, þessi kunnulega frekjugretta, með varirnar útstæðar og með heljarinnar skeifu. Það var reglulega alvarlegur svipur á konunni, sem að öllum líkindum var mamma stelpunnar.
Hún fer með barnið rétt fyrir hornið á Kaffihorninu þannig að við kumpánarnir sáum hana ekki, en sáum þó móður hennar beygja á sér bakið og segja eitthvað við hana. Hún var ekki að öskra á hana eða kalla, þannig að við heyrðum ekki hvað sagt var, hún var með einhverjar handapatahreyfingar. Þetta prósess entist í rúmlega mínútu og vér fylgdumst aðeins með og urðum satt best að segja agndofa.
Mamman labbar á undan stelpunni inn. Stelpan labbar á eftir. Hún var hætt að grenja, það var ekki vottur af frekju eða tárum. Ekki vottur af neinu óeðlilegu. Engin rauð augu. Hún hagaði sér einsog ung stelpa í eðlilegu skapi. Þetta fannst mér ótrúlegt, alveg hreint. Hví? Því telpan var í þvílíkum skapofsa og miður sín yfir einhverju asnalegu að hún virtist vera óhuggandi, en með einhverjum ótrúlegum og undraverðum hætti (ég gæti sagt guðdómlegum og kraftaverki líkast, þó þetta hafi verið frekar eðlilegt alltsaman, maður er bara aðeins að krydda frásögnina) að skrúfa fyrir volæðið hjá hnátunni með afar vel völdum orðum. Hvaða orð það voru, veit ég ekki, ég spurði kjeddluna ekki að því, sé eftir því núna.
Rétt fyrir sex, áður en ég fór heim, skrapp ég út ásamt vini mínum Júlla í einn lokasmók fyrir heimför. Á leiðinni út sá ég sæmilega stóra fjölskyldu sitjandi við borð á snæðingi. Ljóshærð, ung stelpuhnáta sat við vegginn, með blóðþrútin augu og skælandi. Það var augljóst að þessi stelpa var í svívirðulegu frekjukasti, fékk greinilega ekki ís á hamborgarann sinn eða álíka kröfu sem sirka sex ára pjatla getur dottið í hug og þetta skap mundi ekki renna af henni í bráð. Það fannst mér nokkuð augljóst, enda orðið vitni af svona áður og hef efalaust farið í svona kast sjálfur.
Svo við félagarnar tylltum okkur við eitt borðið og fengum smók, ræddum aðeins saman þegar undarlegur atburður gerist. Hurðinn opnast og út kemur kona sem var kominn eitthvað yfir þrítugt með þessa sömu litlu dömu með tárin streymandi niður kinnarnar, þessi kunnulega frekjugretta, með varirnar útstæðar og með heljarinnar skeifu. Það var reglulega alvarlegur svipur á konunni, sem að öllum líkindum var mamma stelpunnar.
Hún fer með barnið rétt fyrir hornið á Kaffihorninu þannig að við kumpánarnir sáum hana ekki, en sáum þó móður hennar beygja á sér bakið og segja eitthvað við hana. Hún var ekki að öskra á hana eða kalla, þannig að við heyrðum ekki hvað sagt var, hún var með einhverjar handapatahreyfingar. Þetta prósess entist í rúmlega mínútu og vér fylgdumst aðeins með og urðum satt best að segja agndofa.
Mamman labbar á undan stelpunni inn. Stelpan labbar á eftir. Hún var hætt að grenja, það var ekki vottur af frekju eða tárum. Ekki vottur af neinu óeðlilegu. Engin rauð augu. Hún hagaði sér einsog ung stelpa í eðlilegu skapi. Þetta fannst mér ótrúlegt, alveg hreint. Hví? Því telpan var í þvílíkum skapofsa og miður sín yfir einhverju asnalegu að hún virtist vera óhuggandi, en með einhverjum ótrúlegum og undraverðum hætti (ég gæti sagt guðdómlegum og kraftaverki líkast, þó þetta hafi verið frekar eðlilegt alltsaman, maður er bara aðeins að krydda frásögnina) að skrúfa fyrir volæðið hjá hnátunni með afar vel völdum orðum. Hvaða orð það voru, veit ég ekki, ég spurði kjeddluna ekki að því, sé eftir því núna.
1 ummæli:
"Andaðu með nefinu, Lokbrá mín, þegar við komum heim færðu að drekkja kettlingi."
Skrifa ummæli