fimmtudagur, september 30, 2004

Já. Halldór "hinn þurri" Ásgrímsson orðinn forsætisráðherra og eitt af hans fyrstu verkum er að reyna úthýsa einn af sínum eigin flokksmönnum úr öllu er varðar þingstörf og -nefndir. Byrjar vel.

Jón Steinar Gunnlaugsson orðinn hæstaréttadómari, nema hvað. Ætli Hannes Hólmsteinn verði rektor Háskólans?

Hmmm... finn ég skítalykt af augljósum klíkuskap hjá "valdboðinu"? *þef, þef* Jú, það er einhver dularfull lykt af þessu.

Klíkuskapur
Það telst varla klíkuskapur að ráða barnið sitt í sjoppu sem maður á, það telst varla klíkuskapur að tala við vin sinn í frystihúsinu til að sannfæra hann um að ráða 16 ára unglingspjötlunna sem er vinkona dóttur þinnar, varla er það klíkuskapur að fá manninn sinn til að leysa sig af við ræstingar.

En, skv. skrifræðis/bjúrókratíu reglunni þegar kemur sérstaklega að opinberum störfum þá á ekki og má ekki ráða nákomna vini eða ættingja í æðstu störf, sérstaklega ef meðmæli, reynsla og menntun er lakari en hjá þeim sem ekki þekkja "ráðningarstjórann" . En einsog staðan er í dag, þó sérstaklega hér og í BNA, þá er þetta byrjað að líkjast konungsveldi. Ættingjarnir og prófesjonal rassasleikjurnar fá bestu störfin.

Engin ummæli: