miðvikudagur, september 08, 2004

Úfff...
Það var nú að ljúka málþing á vegum ÚFFF núna fyrir rúmum klukkutíma síðan. Þetta var fundur sem miðað var við fólk á aldrinum 16-25 ára, en þó máttu nú hverjir sem er mæta. Það verður að segjast að þetta var afar uppbyggilegt og mjög ánægjulegur fundur, jafnvel þó að stór hluti af nemendunum mættu til þess að sleppa við tíma (og sást best eftir hléð, er klukkan sló fjögur þá var rúmur helmingurinn horfinn) þá gerði það ekkert til, enda var nóg af ungu sem eldra fólki í lok fundarins til að skeggræða um það sem betur má fara. Tími til fokking kominn.

Félagslífið hér á Höfn er, svo maður noti afar gamla og góða klisju, til háborinnar skammar. Þegar talað er um æskudýrkun, að börnin eru framtíðinn og svo framvegis, þá á maður bágt með að trúa því, enda er sama sem ekkert gert til að skapa eitthvað félagslíf í þessum litla bæ, viðhalda einhverjum áhuga hjá þessum aldurshópi til að, tja, búa hérna í bænum. Þeir sem flytja úr bænum, koma sjaldan ef nokkurn tímann aftur, nema kannski á eitthvað tíu ára fermingarendurmót eða til að heimsækja fjölskyldunna sína um jólin. Þessi aldurshópur, meðan það er hér í skóla (þó sérstaklega 16-18 ára) hefur ekkert að gera, nema að biðja aðeins eldri manneskjur til að fara í ríkið og kaupa áfengi og fara á fyllerí um helgar, ég held að félagslífið samanstendur mest megnis af því... fyllerí.

En vonandi mun þetta virka einsog vítamínsprauta fyrir mig og þá sem yngri eru. Nokkur málefni sem var drepið á:
  • Að bæta samstarf milli skóla og stofnana annarstaðar á landinu.
  • Koma á fót ungmennahúsi, eða Húsi, einsog t.d. H-Húsið á Hveragerði.
  • Stofna félög, nefndir eða hópa, halda námskeið sem er tengd ýmsum áhugamálum (á borð við tónlist, leiklist, myndlist o.s.frv.)
  • Að sparka í rassin á bæjaryfirvöldum og minna þá þetta fólk, þetta fólk sem er hluti af og mótar samfélagið sem við búum í.
  • Að kjósa ungan einstakling inná bæjaráð, með því að hvetja alla á aldrinum 18-25 að kjósa þann mann.

Já, þetta var svo sannarlega þarfaþing.

Engin ummæli: