mánudagur, september 06, 2004

Ætla mér að skrifa heillangann pistill um sumarið og ýmislegt annað, en ég hef lítinn tíma, svo ég ætla aðeins að drepa á því helsta, svona til uppfyllingar:

  • Laptop talvan heima fór í steik, þannig að ég get aðeins verið að þýða Ástardagar, Stríðsnætur, milli klukkan 16:00 - 19:00, ef ekkert brýnt skólaverkefni liggur fyrir. Þetta finnst mér miður, því það er sjaldan búið að koma tækifæri til að vinna í þessarri þýðingu.
  • Síðasta laugardag varð ég ofurölvi, og gerði mig eflaust af miklu fífli. Varð næstum valdur stórskaða á honum Hilmari Erni Hilmarssyni, tónlistarmanni... en Óðinn leit yfir honum svo engar blóðsúthellingar urðu. Auk þess þurfti ég að vinna daginn eftir, svona kæruleysi má helst ekki endurtaka sig.
  • Tvær giftingar, ein nýfædd frænka, klúðrið með Útnára-útileguna, Bjólfskviða og meira merkilegt, ásamt ýmsum pælingum og svoleiðis. Stay partly tuned, ég er enginn überbloggari einsog þessi hérna.

Engin ummæli: