mánudagur, september 13, 2004

Hnattverming og mengun... tenging?

Það var sýndur þáttur á RÚV um daginn sem bar titillinn "Big Chill" (sem er einnig nafn á teknó-vímugjafa-hátíð í UK). Þar var verið að tala um hnattvermingu, bráðnun jökla sem orsakar að meira hreint vatn fer útí saltann sjóinn sem gæti leitt til þess að golfstraumurinn hættir að streyma og þar af leiðandi mundi það enda í ísöld, því, einsog hvert mannsbarn ætti að vita, þá á golfstraumurinn drjúgan þátt í því að halda jörðinni heitri. Þetta er atburðarás sem mun henda næstu 100 árin. Í stuttu máli sagt : við erum serðuð... nema:

Að við hættum að menga svona viðbjóðslega mikið.

Enginn vísindamaður minntist á það í þessum þætti, þeir sögðu alltaf að "það er ekkert sem við getum gert í þessu", jú! Hætta að bora eftir olíu, slaka á bílanotkun, nota hjól í við hvert tækifæri, ganga meira, loka mörgum verksmiðjum og huga að komandi kynslóðum. Ekkert sem við getum gert, djöfulsins svartsýni er þetta.

Það er til lausn á flestum vandamálum, en því miður er vandamálið oft svo að það er enginn endanleg lausn á flestum vandamálum...

Engin ummæli: