"Minnumst fórnarlamba hryðjuverka..." þessi lína er orðinn ansi margtuggin og klisjukennt. Mér er nokk pent sama um þau Bandarísku börn er misstu foreldrana sína í árásinni 2001. Hvað með þau börn sem þurfa að lifa við fátækt og ömurleika, misnotkun og barsmíðar, hungur og dauða uppá hvern einasta dag í Bandaríkjunum (og víðar auðvitað)?
Hvað annað er merkilegt við dagsetningu 11. september?
"1st Cavalry Division" á vegum BNA kemur til Víetnam árið 1965 og flestir vita hvaða ríkishyðjuverk áttu sér stað í Víetnam næstu átta árin.
Þetta er sami dagur og Salvador Allende, lýðræðislegi réttkjörni forseti Chile, var steypt af stóli árið 1973 og Auguste Pinochet var settur inn sem einræðisherra og olli miklu tjóni hjá almennum borgara í Chile.
og Celine Díon gefur út sína fyrstu ensku plötu Unison árið 1990... AAAAAAARGH, ef það er ekki tónlistarlegt hryðjuverk, þá veit ek ei hvað er hryðjuverk.
Síðan er gott að skoða þennan lista, til að fá smá samanburð á hryðjuverkum og ríkishryðjuverkum...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli