miðvikudagur, september 08, 2004

Menntun? Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?

Var að ræða við tvo Breta í gærkvöldi, og þau bendu mér á einn áhugaverðan punkt, sem ég hef áður velt vöngum mínum yfir (en ég hef þó ekki viðrað þá skoðun hér, að mig minnir). En það var í sambandi við menntun.

Mér hefur alltaf skilst að menntun í Bretlandi sé alveg afleit, en skv. þeim hjúunum, þá er það ekki svo slæmt, menntun í Bretlandi hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár, og er talin bara nokkuð góð, en þó er það mismunandi milli héraða. Fleira fólk er að mennta sig í tölvufræðum, heimasíðugerðum, netstjórnun og fleira stafrænt bull, auk annarskonar "æðri menntun" (sagnfræði t.d.;).

En nú er komið upp vandamál í Englandinu, en það er akkúrat titillinn á þessu litla innleggi "Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?" Því dágóður hluti af þessum hámenntuðu háskólagengnu prófessorum og doktorum fá hvergi vinnu við það sem það hefur eytt dágóðum peningi og tíma í að sérhæfa sig í, og á móti kemur er orðinn talsverður skortur á smiðum, pípurum, rafvirkjum, múrurum og fleirum sérhæfðum verkamönnum, sem hægt er að treysta á nota bene, því þeir sérhæfðu verkamenn sem eru þarna eru, skv. Dover-hjónana (og fleiri), óprúttnir glæpamenn.

Ekki það að ég hafi eitthvað á móti æðri menntun, en þetta verður aðeins að koma til móts við "framboð og eftirspurn". Þetta gæti endað á þann skoplega hátt að tölvunarfræðingar geta ekki fengið rafvirkja í húsið sitt til að leggja rafmagnið svo að hann geti tengt tölvuna sína, sagnfræðingurinn gæti ekki fengið smið til að smíða bókahilluna, læknirinn fær ekki pípara til að gera við sótthreinsunarvaskinn eða framkvæmdastjórinn fær ekki múrara til að byggja verksmiðjuna sína.

Bara pæling.

Engin ummæli: