sunnudagur, febrúar 20, 2005

Bjórinn góði, Bobby Fischer og Írak

Las grein í Mannlífi frá 1987 sem fjallaði um bjórbannið, uppruna og ástæður. Það að banna bjórinn þjónaði engum tilgangi nema áframhaldandi frelsisskerðingu og var að mestu byggt á illa ígrunduðum ástæðum sem voru tilkomnar vegna algjörlega fáránlegum röksemdafærslum, s.s. til að vernda verkalýðinn frá ofdrykkju, eða einsog margir þingmenn, aðallega þingmenn á vegum Framsóknar (sem vildu flestir eflaust koma á vistarbandinu aftur) frá árunum 1915 til, ég tek pól í hæðina og segji, dagsins í dag sögðu að "það verður að vernda verkalýðinn, ef bjórinn verður leyfður þá munu þeir bara hætta í vinnunni og drekka bjór og vera kengölvaðir alla daga..." og einnig sagði einhver vitskerti vitleysingurinn, gott ef það var ekki Halldór Ásgrímsson (afi núverandi forsætisráðherra), þingmaður Framsóknarflokksins, eitthvað á þessa leið "það vita það allir, sem geta lesið og hugsað, að í bretlandi þá er verkafólki læst inní verksmiðjunum til klukkan að 11 að kvöldi til svo þeir hlaupi ekki bara á barinn í matarhléinu og verða ölvaðir" og bla, bla, bla og annað helbert kjaftæði sem hafði þann fyrirslátt að verið væri að gera fólki greiða. En bjórbannið var ekkert annað en pólítikst haldreipi, ekki ólíkt hommahatrið í Demolition-Dubya, sem var í mestu höfðað til þeirra allra íhaldsömustu, mannhöturunum og fólkinu sem vildu fá fólk í stjórn til að hafa vit fyrir fólki. En það kom að því að bjórinn var leyfður 1988, og þvert á dómsdagspár helstu vælukjóa og afturhaldssinna, þá jókst ekki drykkja landsmannna, hún bara breyttist; frá sterku og brenndu víni yfir í áfengann drykk bruggaðann úr vatni og malti, með viðbættum humlum, nefnilega bjór. En í 73 ár var bjórinn bannaður útaf rugli, sem kallast á Discordianisma : FNORD. Villandi upplýsingum og einhverju sem kom málinu bara ekkert við og gjörsamlega úldnaði af samsæri og forsjárhyggju.

Þegar ég heyrði frétt um það að Bobby Fischer fengi ekki ríkisborgararétt útaf FNORD þá datt mér strax í hug bjórbannið (kannski sökum þess að ég var að drekka bjór á sama tíma). En rökin yfir þessari synjun voru einhvern megin á þá leið að Ísland eigi ekki að skipta sér af pólítískum deilum milli Fischer og Bandaríkjana (!) og þess vegna fær Bobby Fischer ekki ríkisborgararétt FNORD. Bobby Fischer er, svo ég viti til, fyrsti pólítiski flóttamaðurinn frá Bandaríkjunum.

Aðeins ef sömu rök hefðu verið notuð til að styðja ekki innrásina í Írak, enda voru þetta deilur milli Bandaríkjana og Saddam Husseins!

Engin ummæli: