þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Útvarpsþátturinn Dómsdagur

Í síðustu viku var ég með útvarpsþátt milli klukkan 15:00 - 16:00, er ég kallaði Dómsdagur, sem bauð upp á hnyttna byrjun : "Það er Dómsdagur alla daga á Radíó Fas" Þetta var einsmannsþáttur þar sem ég kynnti tónlistarmenn og hljómsveitir, byrjaði á mánudegi með Prog-Rock bandinu Tool, og skellti þar inn Bill Hicks og A Perfect Circle, en Maynard James Keenan söngvari Tool er einmitt í A Perfect Circle, og Bill Hicks var góður vinur hans og áhrifavaldur. Þriðjudag þá kynnti ég Sepultura og Slayer, frá byrjun til dagsins í dag, síðan fór ég í hartnær 30 ára ferill Tom Waits, en á fimmtudegi braut ég upp þáttin með hápólítískri ádeilu, bæði svona til athuga hvort ég gæti stuðað fólk og einnig sem mótvægi við morgunbullið hjá öðrum nemum, og talaði um ýmislegt sem hefur verið í deiglunni undanfarið; olían og olíutindur, trúmál, stríðið í Írak, bergmálið í stjórnmálamönnum og ýmislegt. En endaði síðan á föstudegi með kynningu á Radiohead. Þetta var bara mjög gaman og fróðlegt, auk þess væri ég til í að halda þessu áfram.

Engin ummæli: