miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Að bjarga heiminum?

Er ekki hægt miðað við núverandi ástand. En hvað er núverandi ástand og hvaða heim er verið að tala um? Væntanlega heiminn okkar, þ.e. jörðinn, en stundum er þessu skellt þannig fram að það er ekkert sem við getum gert annað en að bíða eftir því að deyja. Hið umrædda ástand er viss hugmyndafræðileg sjúkdómseinkenni duttlungafulla og gráðuga manna sem finnst meira ekki vera nóg: Auðvaldshyggjumenn. En heimurinn er ekki stútfullur af peningagráðugum fautum sem hugsa aðeins um sína eigin rassa og litla stinna rassa*. Það er annar heimur af hugsandi fólki sem les, hlustar, meðtekur, greinir, gagnrýnir og kemst að niðurstöðu. Síðan er heimur af fólki sem ekki les, ekki hlustar, meðtekur það sem kemur úr imbanum og lætur þá greiningu og niðurstöðu nægja og síðan er til heimur af fólki sem hefur ekki tíma til að hugsa um þessa hluti því þau eru önnum kafinn að hugsa um það hvernig á að lifa út daginn, fólk sem getur ekki skrimtað því það hefur ekki neitt.

Reglulega reifar maður á því mikilvæga málefni sem er "olíutindur" (góð samsetning, í boði Vésteins, á enska orðinu "peak-oil") sem mun orsaka það að "heimurinn mun farast(sjá fyrri innlegg)."

Í kenningu er hægt að hindra þessa framtíð ef hægt er sannfæra fólk um hugsanlegt ástand, að þau verða sammála um að eitthvað sé að og samstíga í að gera eitthvað í því. En hvað þetta "eitthvað" er, er ekki alveg öruggt. Blóðug bylting, upplýsa aðra, kenna fólki að lesa og hugsa, gagnrýna, efast og undrast, hunsa stórfyrirtæki og koma upp sjálfsþurftarbúskap útúm allann heim, læra eitthvað hagnýtt, einsog efnafræði, vélvirkjun og verkfræði, og taka að sér sjálf að þróa og smíða verkfæri einsog umhverfisvæn faratæki. Það er margt hægt. Það er þegar fullt af fúlu (fúlt gagnvart núverandi stjórnskipulagi og skiptingu) fólki sem er þegar byrjað að gera eitthvað í þessu, auðvitað, ég gæti svo sem bent á mýmörg dæmi (gott dæmi: CrimethInc.), en eitt helsta sönnunargagnið fyrir því er það að ef ég get hugsað það þá geta aðrir það líka, og þeir sem hugsa þetta koma þessu oft í framkvæmd. Kenninginn er góð og hún er aðeins að litlum hluta komið í framkvæmd.

*Af hverju tel ég svo að allir auðvaldshyggjumenn eru meira og minna barnaperrar og viðbjóðslegir fýrar? Þetta segji ég til að gera þá ógeðslega og hataða, auk þess víla þeir ekki fyrir sér í því að nota blessuð börnin sem markmið til að ná sínu fram, þá á ég ekki aðeins við þessar þrælakistur útum gjörvallan heim, heldur einnig þegar þeir þykjast vera svo miklir barnavinir til að líta betur út, styrkja kannski einhver barnaverndarsamtök sem samsvarar kannski 0.005% af árstekjum. Ef til vill eru sumir auðvaldshyggjumenn hið mesta indælis fólk sem gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna, enda aldir upp í öðrum umhverfum og fá einhliða fræðslu og gildi gróðans. En, það eru þessir menn sem skipta okkur mannkyninu upp í "við og þeir", "svart og hvítt" og "með eða á móti" - þetta er ég til í að samþykkja en þetta gildir aðeins um þá. Þeir í mínum skilningi eru þessir 2-3% af mannkyninu sem gerir restina af mannkyninu lífið leitt. Er ég ósanngjarn? Ekki finnst mér það. Enda skjálfa þeir er ekkert í buxunum við tilhugsuna um það að einhver íslenskur fautur er að kalla þá pedófíla og morðingja. En svona til fróðleiks, þá bendi ég á þetta.

Engin ummæli: