miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Augnablikið

þankagangur

Hvað felst í staðhæfingunni "að lifa eftir augnablikinu" (lausleg þýðing á "live for the moment")? Hugmyndinn er sú að gera það sem manni langar að gera, gerðu það sem þér dettur í hug og hugsaðu um afleiðingarnar seinna eða hugsaðu ekkert um þær.

En ef maður lifir eftir augnablikinu, er þá ekki hætta á því að maður gerir eitthvað sem talið væri siðferðislega rangt? Það er nú hætta á því, en það fer eftir þeim siðferðislegu gildum sem þú hefur sjálfur samþykkt samkvæmt þinni lífsreglu, sbr. skilyrðislausa skylduboð Kants sem felst í þeirri biblíukenndu setningnu "gjörðu við aðra sem að þú vilt að aðrir gjöri við þig."

Kant var nokkuð smellinn maður, djúpt þenkjandi og snillingur í að skapa heimspekileg hugmyndakerfi. Skilyrðislausa skylduboðið er risastór rós í hnappagatið hjá honum, og var vísir að mannréttindum sem við öll höfum.

Þannig að þegar talað er um að lifa eftir augnablikinu er ekki verið að vísa að því að gera hvað sem er, að þú notir manneskju sem tæki til að ná einhverju markmiði (slökkva á lostaeldinum með nauðgun, að drepa manneskju útaf rökþrotum, að stela, berja, stinga, úthúða o.s.frv.) enda vilt þú ekki að einhver noti þig til að ná einhverju markmiði. Manneskjan og markmiðið er gott í sjálfu sér. Þannig að þú lifir eftir augnablikinu samkvæmt þeim gildum sem þú telur að séu nauðsynleg fyrir áhugavert og spennandi líf.

Engin ummæli: