miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hórdómur

fyrr má nú fokking vera

Það var kona ein í heimsókn í gær og hún gluggaði í Moggann og tók eftir einni afar athyglisverðri erlendri frétt og las hana upp. Ég var, satt best að segja, mjög undrandi á tvennu, í fyrsta lagi þá er vændi löglegt í Þýskalandi, hefur verið löglegt í tvö ár, sem í sjálfu sér er gott, þá geta vændiskonur gengið í verkalýðsfélög, leitað réttar síns, borgað skatta og allt það, þar af leiðandi lifað eðlilegu lífi í þjóðfélaginu. Í öðru lagi, og þetta kom mér skemmtileg á óvart, þá á atvinnulaus kona hættu á því að bæturnar hennar verða skertar ef hún neitar að starfa á hóruhúsi.

Semsagt, fréttin var sú að 25 ára gömul kona, menntuð í upplýsingatækni, hafði skráð sig atvinnulausa og fengið bætur. Gott og vel. Síðan fékk hún atvinnutilboð um það að vinna á vændishúsi sem hún neitaði um. Forstöðumenn vændishússins, ef ég skildi þetta rétt, geta kært atvinnumiðlunina þar sem hún er skráð og hún á í hættu að atvinnuleysisbæturnar hennar verða skertar.

Ókei. Ég held (held segji ég því ég hef litla reynslu af vændi) það sé mikill munur þar á að afgreiða kúnna um mat á veitingastað og afgreiða kúnna um tott á hótelherbergi. Þó svo að konur séu án efa stærsti hópurinn sem stundar vændi er ekki þar með sagt að allar konur stunda vændi eða geta verið hugsanlegar vændiskonur.

En það er ágætis endir á þessarri frétt, það er verið að íhuga það að breyta löggjöfinna hvað þetta atvinnuleysisbætur snertir, að skerðing á bætum á ekki við ef kona/kall neitar atvinnu á vændishúsi. Það er stigsmunur á orðtiltækinu að láta ríða sér í vinnunni (s.s. í þeirri merkingu að fá lítið borgarð, léleg atvinnuréttindi og vattever) og láta ríða sér í vinnunni (því það er vinnan).

Engin ummæli: