miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Bergmál

"Það liggur ekki fyrir að ráðist verði á Írak" er setning sem ég man eftir.
"Það liggur ekki fyrir að ráðist verði á Íran" er setning sem ég heyrði fyrir stuttu.
"Írak er að byggja upp gereyðingavopnaforða" rámar mig í.
"Íran er að byggja upp gereyðingavopnaforða" man ég vel eftir.
"Írak styður hryðjuverkahópa" hmmm.... og maður skiptir út einum staf og hvað fær maður "Íran styður hryðjuverkahópa"

Á maður að trúa þessu? Er hægt að trúa þessu? Nei, Dubya og Bliar eru svo gjörsamlega rúnir trausti og trúverðuleika að ekki er hægt að trúa né treysta þessum yfirlýsingum. Það er ekki hægt.

Engin ummæli: