Nú um helgina var samstarfsverkefni framhaldskólans, leikfélagsins og tónskólans hinn magnaði söngleikur Jesus Christ Superstar frumsýnt og fékk hún glimrandi móttökur áhorfenda í formi dúndrandi lófaklapps og aðrar útfærslur á fagnaðarlátum. Í kjölfarið á sýningunni var farið og drukkið heljarins mikið af áfengi til að jafna sig á þessu þvílíka spennufalli sem þessi sýning olli mér.
Það hefur kitlað mitt viðkvæma egó að heyra hversu ótrúlega vel ég stóð mig í hlutverki Pontíusar Pílatusar. "Þú varst ótrúlegur!" segja sumir "Já, takk" segi ég. En maður stærir sig kannski næst og segi bara "Já, ég veit" við þessa staðhæfingu.
Frá Selfossi komu vinir mínir þau Haukur og Tinna til að kíkja á þetta og þau skemmtu sér mjög vel. Það var indælt að loksins komu einhverjir til mín frá Suðurlandinu, það gladdi mig mjög. En ef til vill mun þetta leikrit verða sýnt í Reykjavík í nákomnri framtíð.
En þetta leikrit hefur því miður valdið því að ég er dálítið á eftir í skólanum, því ég þarf að klára rúmlega 2 5-7 bls. ritgerð í Ísl403 og 603, auk verkefni í Sag203 og eflaust önnur verkefni sem ég hef annað hvort gleymt eða veit ekki um. Nú mun taka við algjört skólaeip, sem mun ef til vill líka skila sér í formi spennufalls.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég myndi svo sannarlega bregða mér af bæ ef skólaeipið væri einmitt ekki í algleymi hérna líka. Vormánuðir og jólamánuðir, alltaf skulu þeir undirlagðir sömu geðbólgunum..... Gangi þér vel.
Ari var að segja mér að þið komið til Rvk í Loftkastalann. Hvenær? Ó almáttugu leikbrúður Austur Skaftafellssýslu!
Besefíus
Já til hamingju, ég verð nú að segja að ég er mjög afbrýðissamur, hefði nú viljað að taka þátt í þessu.
Minn kæri Besefíus
Ég hef ekki hugmynd. En það bendir margt til þess, það er bara spuring um hvenær, það á eftir að koma í ljós.
Minn kæri Ingvar Á.
Enginn ástæða til að vera afbrýðisamur þú ert ekki einu sinni á landinu:) En þetta var tekið upp á teip, kannski hægt að fá kópí af því.
Mín kæra Þórunn G.
Af hverju má ég ekki segja Minn Kæri Þórunn G.?
Þetta er óttalegt vesen að reyna prumpa útúr sér of mikið af verkefnum.
Skrifa ummæli