sunnudagur, október 23, 2005

Ýmzó ýktzó

Hinn hæfileikaríki Doddi
Ókei. Einn góðan veðurdag í ágúst var kona ein sem hringdi í mig og velti vöngum yfir því hvort að hinn háæruverðugi ég væri til í að þenja raddböndin fyrir hið Hornfirska skemmtifélag í sýningu sem ber heitið Rokk í 50 ár. Að sjálfsögðu þáði ég það boð og mætti á fund fullur af óöryggi og vafa sem þó hjaðnaði þegar nær dró að sýningardögum. Farið var í gegnum lista af lögum sem hljómsveit og söngvarar áttu að spreyta sig á. Þessi lagalisti var unninn í samvinnu við Andreu Jónsdóttur hina mætu íslensku rokkömmu. Að vísu voru síðustu tíu eða fimmtán árin ekki gerð nægilega góð skil, að mér finnst enda vantaði sárlega slagara með t.a.m. Radiohead, Pearl Jam, Metallica, Iron Maiden, AC/DC, Slayer, Faith no More, Pixies og að sjálfsögðu Mastodon. Það fyrsta sem var ákveðið fyrir mína hönd var að spreyta mig á Amerika með hinu Germanska diskómetalbandi Rammstein, sú ákvörðun var eflaust tekin í ljósi stjörnuleik og -söng minn sem Pontíus Pílatus í verkinu Superstar eftir Andrew Lloyd Webber sem sett var upp fyrr á þessu ári í samvinnu við leikfélagið, tónskólans og framhaldskólans, auk smá viðbót frá Sigurði Kaiser framkvæmdastjóra Loftkastalans. Jæja. Seinna meir bættust fleiri lög við listann og ég endaði með því að syngja eitt erindi í We Will RockYou með Queen, reyna fá anda Jim Morrison til að taka yfir hug og líkama og flytja Hello I Love You með The Doors. Auk þess söng ég tvær ballöður, Space Oddity eftir meistara David Bowie og Wish You Were Here með Pink Floyd.

Nú, að liðnum tveimur sýningum, þá hafa viðtökurnar við þessari sýningu verið vægast sagt frábærar. Það óneitanlega kitlar egóið og það hríslast um mig sælutilfinning sem lýsir sér í því að ég get virkilega gert meira en verið gáfaður, drukkið bjór og rúnkað mér, ég get sungið líka og það bara asskoti vel ef eitthvað er að marka allt þetta fólk sem heldur vart vatni yfir framkomu minni.

Einnig kemur samt eilítil ónotatilfinning um mig því ég er ekki enn byrjaður að venjast öllum þessum gullhömrum, ekki alminilega þó ég kunni vel að meta þau ljúfu orð sem fólk lætur útúr sér. Kannski er þetta hluti af einhverju masókísku eðli að vonast eftir því að fá allavega einn jafnvel tvo til að segja að ég hafi ekki verið nógu góður í allavega einu lagi... tja að vísu hef ég alveg heyrt sambærilegt orðalag frá einni mannsekju, þ.e.a.s. að lagið Wish You Were Here hafi verið síst af öllum lögunum en það var nú einfaldlega útaf því að henni finnst Wish You Were Here ekki vera sérstaklega gott lag. Mér finnst það vera frábært lag, eitt af mínum uppáhaldslögum með eitt af mínum uppáhaldshljómsveit og mér líður alltaf hálfilla að syngja það, en ég geri það samt alveg frábærlega. Hef ég heyrt.

Hvaða lag finnst mér skemmtilegast að syngja? Space Oddity er í miklu uppáhaldi hjá mér.

C
2H5OH og C12H17N2O4P
Annað er líka að angra mig meir og meir, það er hið taumlausa djamm og drykkja sem ég er búinn að vera stunda núna ívið lengi. Ég held að ég sé búinn að stunda áfengisdrykkju, í þeim tilgangi að vera fullur, rúmlega aðra hvora helgi, jafnvel hverja helgi síðan Hátíð á Höfn. Held ég. Ég er ekkert búinn að merkja við dagatalið svo hægt sé að staðfesta það. En ég hef nettar áhyggjur af þessari þróun, sérstaklega útaf því að ég hef, undanfarin þrjú eða fjögur fyllerí, verið að krydda hið fulla hugarástand með drjólaáti. Það er stundum gaman og getur oft verið mjög skemmtilegt, en þetta er oftast einsmanns partí í hausnum á mér þar sem ég er umkringdur af furðufuglum. Einnig get ég hagað mér undarlega í þessu ásigkomulagi, en eftir góðan nætursvefn þá er ég náttúrulega naturlig með samviskuna í lemstrum og hugsjúkur á athöfnum mínum kvöldið áður. Þegar maður gubbar útúr sér einhverju sem maður var aðallega að hugsa þá ætti maður kannski að hugsa sinn gang. "Koma ríða?" er ekki góð pikköpplína, auk þess ætlaði ég ekkert að segja þetta, þó hún hafi ekkert tekið rosalega illa í þetta (held ég) og ef ég hefði haldið við fyrrgreinda áætlun þá hefði máske eitthvað gerst, en maður var svo rellinn og ör að maður ráfaði í burtu til að leita af einhverju til að gera eitthvað. Hinn óskrifaða regla: maður verður að allavega að fá eitt kjánaprik í kladdann á svona kvöldum.

Ég verð samt að fara hætta þessu og hætta að reykja tóbak líka, en ég er bara soddann sæluvímufíkill og glæpamaður.

Überjólaskólaverkefnaflóðið mikla
Nú fer að líða að mikilli verkefnavinnu sem mun krefjast þess að ég verð að öðlast guðlega einbeitingu og fókusera á því, hætta öllu rugli (tölvuleikaspilun, kvikmyndagláp, drykkjuskapur, ráp, slór, leti og fleiri þættir er hinn breyski homo sapien er haldin) í bili enda getur ruglið beðið. Það bíður mín allavega fjórar mögulegar ritgerðir, auk aragrúa af smærri verkefnum sem ég hef safnað upp og get ómögulega ekki límt rassinn á mér við stólinn til að lesa, læra og nema.

Djísús fokking kræst moððerfokker!

3 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Þessi pikköpplína er nú ein af þeim metnaðarfyllri sem ég hef heyrt. Sérstaklega gott og byltingarsinnað finnst mér að hirða ekki um reglur borgaralegrar setningafræði eins og að það þurfi nafnháttarlið í svona setningu. Ég tek ofan fyrir þér félagi Þórður.

Kemur þessi sýning ekki annars í hringleikahúsið hér í Reykjavík einhvern tímann?

Doddi sagði...

Já, þetta er eflaust toppurinn á heimskupörum einstaklings sem á bágt með pelann. Maður fær kannski aðra sýn á drykkjukvöldum.

Ekki veit ég hvort að þetta sjó verði flutt til Reykjavíkur, því aðalgítarleikarinn var fluttur inn frá Danmörku og fer líklegast í byrjun nóvembers.

Einar Steinn sagði...

"The dog pulled my trousers down."
Riiiiighht... allt bölvaða klámhundinum að kenna