- Ég skráði mig á myspace fyrir mörgum mánuðum síðan... gerði lítið annað en að skrifa nafn mitt og skella inn mynd, en nú fyrir stuttu dútlaði ég mér við að telja upp hljómsveitir sem ég fíla... en í sannleika sagt þá nenni ég ekkert að eipa í myspace...en er þetta ðe sjiznitt?
- Mig hefur klæjað ískyggilega á bakinu nú undanfarið og ég tel að það megi rekja það til hins mikla makka sem hefur sprottið úr hársverðinum, ég hef í hyggju að klippa það af og ekki aðeins það, heldur raka það afar, afar stutt...?
- Ég var að spá að fara útí búð með fimmhundruðkall og kaupa mér líf, frétti að það væri á tilboði...ætti ég kannski frekar að fá mér bjór*?
miðvikudagur, desember 07, 2005
Nokkrir punktar...
... svona bara rétt áður en ég fæ mér smók og leggst svo uppí rekkju til að lesa, þetta eru staðhæfingar og hálfkláraðar spurningar sem einkennast af skorti af sjálfstæðum vilja:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli