mánudagur, janúar 31, 2005

Óendurnýjanlegar og endurnýjanlegar auðlindir

hugleiðingar

"Péningar láta jörðina snúast" mælti skáldið "olían liðkar aðeins til" sagði hann ekki.

Hinn pólítiski veruleiki, einsog einhverjir vilja kalla raunveruleikann, snýst meira og minna í kringum það að hafa greiðan og góðan aðgang að þessari náttúrulegu og óendurnýjanlegu auðlind. Ráðamönnum, forsætisráðherrar og keisarar hafa verið steyptir af stóli út af þessu, fólk hefur verið hengt og slátrað fyrir mótmæla þessu, heilu þjóðunum hefur verið haldið í efnahagslegri gíslingu sökum þess og til hvers spyr fólk? Svo að örfáar feitar og blindar kapítalistarottur geta lifað í vellystingum, meðan manneskjur fá rétt að þefa af mylsunum.

Upp hefur komið skýrsla, og eflaust verið skotið í kaf af fjölmiðlamönnum, "viljum ekki skapa óþarfa óróa" og elítan (s.s. þeir sem stjórna stjórnmálamönnunum) "við viljum ekki hafa óþarfa áhyggjur" og báðar starfsgreinarnar sagt "þetta er seinni tíma vandamál, komandi kynslóðir geta haft áhyggjur af þessu" og síðastnefndu eflaust bætt við "það er nægur tími fyrir allavega 2-3 kynslóðir af okkur til að misþyrma litlum börnum"

En, svona svo að fólk viti alveg um hvað ég er að tala, þá bendi ég á þetta og þetta og þetta og þetta, en þó sérstaklega þetta, enda skrifað á mjög augljósan og útskýrðan hátt (einnig miðað við það að það eru Ameríkanar að lesa þetta).

Í fljótu máli; olían mun klárast á næstu áratugum - gæti verið 10 ár, gæti verið 50 ár gæti verið 100 ár, en það er vitað mál og augljóst að það mun gerast og hvað mun gerast. Það þarf bara aðeins að hugsa útí nokkur atriði: 1) 150 ár af því að dæla tug þúsundum milljónum (milljarð) lítra af olíu 2) óendurnýjanleg 3)öll okkar nútíma-menning er byggð á olíu (skjárinn sem þú starir á ,olía; lyklaborðið sem þú notar til að skrifa eitthvað hnyttið, olía; geisladiskurinn sem þú ert/ætlar að hlusta á, olía).

Mér finnst eitthvað bogið, þegar maður hugsar útí þetta, að maður eigi að hjálpa stríðshrjáðum börnum, munaðarlausum börnum, misnotuðum börnum, vitandi þess að þessi sérstöku aðstæður sem þessi tilteknu börn lifa í, s.s. þriðji heimurinn, mun ekki verða bundið við s-Ameríku, Afríku og Asíu, heldur allan hinn "siðmenntaða" og "lýðræðislega" heim. Eftir rúmlega 50 ár mun allur heimurinn verða í logum útaf, you guessed it, olíu.

Það væri mögulegt, ef við værum virkilega viti borin og sjálfstætt fólk, að geta dregið úr þessum harða skelli. En, því miður veit meirihluti mannkyns ekkert af þessu, hugsa ekkert útí þetta. Ekki nóg með það, fjandinn hafi það, nú á að gera mikið mál úr því að pólarnir munu einhvern tíman bráðna, golfstraumurinn hættir að streyma, og fleiri hrakfarir útaf... mengun, sem er eingöngu útaf svartagullinu sem er dælt upp úr jörðinni.

En nóg um það.

En... gæti hempræktun náð að draga aðeins úr dauðanum? Hér er ritgerð sem ég rakst á. Ég fann hana er ég var að gera dauðaleit af Dr. Brooks Kelly, sem skv. mörgum heimildum, segja að hann hafi sagt eitthvað á þá leið að "hampur er til margra hluta nytsamlega, eins og til dæmis til að gera eldsneyti."

Engin ummæli: