Tilvonandi réttarhöld yfir Saddam Hussein (illmenni) er ein mesta hræsni sem ég veit um. Það á að kæra hann fyrir fjöldamorð á sjía-múslímum í nokkrum þorpum árið 1982, það má ef til vill minnast á það að þetta gerðist á stríðstímum, þ.e. Gleymda stríðið milli Írak og Írans, það skiptir máli. En þetta er víst ekki eina ákæran sem hann mun verða kærður fyrir. Onei, í bígerð eru rúmlega tólf ákærur á hendur Saddam Hussein (illmenni) og ég álykta sem svo að dauðatalan sem hann mun verða kærður fyrir mun ekki komast í hálfkvist við mannfall sem hernaðarbandalag BNA hefur staðið fyrir. En hví er þetta svona soddan hræsni? Tja, stríðið milli BNA og Írak árið 1991, Persaflóastríðið einsog það kallast, féllu um 100.000 Írakar, hermenn og óbreyttir, um 300.000 særðust en rúmlega 150 Amerískir hermenn lágu í valnum auk 150 af hernaðarsambansmönnum og margir veiktust af hinni svokölluðu Persaflóaveiki sem var ekkert annað en geislavirkni frá skertu úrani sem notað var í skotvopn af hálfu Bandaríkjamanna. Í kjölfarið innrásar Írak í Kúveit var viðskiptabann sett á Írak og á árunum 1990-2003 dóu um 500.000 menn, konur og börn sem hefði verið auðveldlega hægt að afstýra ef þau hefðu fengið aðgang að lyfjum, mat og búnaði til endurreisa innviði Íraks. Eftir innrásina í Írak 2003 var ekkert verið að telja dauðsföllin, að undanskildum bandarískum hermönnum sem nú slagar uppí 2200 manns. Samkvæmt læknatímaritunu The Lancet er metið að um 100.000 Írakar hafa fallið, það er byggt á könnun sem var gerð 2004 og gæti verið mun hærra eða mun minna. Það skiptir kannski ekki öllu máli, þarna er verið að tala um rúmlega 700.000 dauðsföll. Og það á að kæra Saddam Hussein (illmenni) fyrir dauða 120 einstaklinga?
En það er kannski réttlætanlegt... Saddam Hussein (illmenni) er náttúrulegt illmenni.
Augusto Pinochet er bara gamall kall.
En það er kannski réttlætanlegt... Saddam Hussein (illmenni) er náttúrulegt illmenni.
Augusto Pinochet er bara gamall kall.
4 ummæli:
"might makes right" beibíjjj...
Aight!
smá leiðrétting: tæplega 2000 USA hermenn hafa fallið en ekki 2200 (það er samanlögð dánartala hinna Staðföstu hermanna)
Ach so
Skrifa ummæli