Það er svo mikið af bókum í herberginu sem ég vill ólmur lesa og einnig bækur í lesningu sem ég vill ólmur klára. En sökum skort á tíma, anna, athafnaleysis og almennrar leti (einsog svo oft áður) sem spanar bæði bókalestur og nám þá er lítið um það að ég sé að fóðra mitt heilabú af upplýsingum og skáldskap. En svona til gamans skal ég telja upp hér nokkrar bækur ég vill lesa og sem ég vill klára:
- Losing Faith in Faith eftir Dan Barker er ég hálfnaður með, þetta er góð lesning og ég hef áður reitað eilítið um það, en varð að taka pásu á henni sökum forgangsröðun.
- The World as Will and Representation eftir Arthur Schopenhauer, Vol I og II. Ég fékk vol II. í jólagjöf eitt sinn frá mömmu og pabba, þau gerðu sér bara ekki grein fyrir því að þetta væri Vol. II þannig að hún hefur legið í bókahillunni í ca. 2 ár, en nú um daginn þá var móðir mín svo góð að panta og afhenta mér vol I af þessari heimspekiriti.
- Why People Believe Weird Things eftir Michael Shermer er bók sem ég fékk í láni, en var gölluð útgáfa. Sá mæti maður er lánaði mér hana pantaði aðra og meira segja endurbætta útgáfu af bókinni sem innihélt meira segja nýjan kafla sem heitir Why Smart People Believe Weird Things. Þarf að klára hana sem snarasta.
- Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarsson, þetta er fyrir íslensku-áfangann sem ég er í en einnig fyrir sjálfan mig því ég er hrifnari af því litla sem ég hef lesið eftir hann en óbjóðinn sem ég hef lesið eftir Halldór Kiljan Laxness, þ.e. Vefarinn mikli frá Kasmír. Þá bók kláraði ég fyrir stuttu, en hún náði flugi í jafnlangan tíma og flugvél Wright-bræðra.
- Bréf til Láru eftir meistara Þórberg.
- Einnig stendur til að rýna í Fragments of an Anarchist Anthropology eftir David Gaeber til að standa við samning sem ég staðfesti við mætan Marxista.
1 ummæli:
Láttu mig þekkja þetta. Mín bíður haugur af bókum sem mig langar til að lesa. Ég mæli eindregið með smásögum palestínska rithöfundarins Ghassan Kanafani. ég var byrjaður á bréf til Láru, kominn ágætlega af stað og líkaði vel en fór svo að lesa eitthvað annað, hvor það var jafnvel bara námsefni.
Skrifa ummæli