Inngangur
Það er mér nær óskiljanlegt hvers vegna lítið sem ekkert hefur verið gert til að draga úr átökum og blóðsúthellingum í Afríku sem hafa verið að blossa upp hér og þar í álfunni undanfarna áratugi. Í sumum ríkjum hafa verið linnulaus borgarastyrjöld, andspyrna eða milliríkjadeilur frá því að ríkin fengu sjálfstæði.
Fátæktin, vosbúðin og hungrið í Afríku er það sem maður þekkir af álfunni í gegnum fjölmiðla og sögubækur, en á meðan er lítið minnst á hrottafengnar aðgerðir Andspyrnu her Drottins í Norður-Úganda eða landamæradeilur Eþíópíu og Eratríu. Vissulega koma fram einstaka fréttir frá átakasvæðum í Afríku, en lítið virðist vera gert til að stilla friðinn. Jafnvel þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994 var afskiptaleysi lykilorðið, auk þess var aðaltakmark Sameinuðu þjóðana í landinu, þegar blóðsúthellingarnar hófust, að koma öllum ferðamönnum og diplómötum í burtu, aðallega þá sem voru hvítir.
Einnig finnst manni einsog vissir aðilar misnota sér aðstöðuna í Afríku til að koma sér á framfæri í stað þess að
Varla hefur það farið framhjá neinum sem fylgst hafa með fréttum undanfarin 10 ár að stríðsástand og innanríkisátök virðist hafa verið nær linnulaust víðsvegar um heiminn, þjóðarmorðin í Júgóslavíu, andspyrnan í Palestínu, stríðið í Írak og frelsisbarátta í N-Írlandi svo fátt eitt sé nefnt. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þessi fyrrgreind átök, kvikmyndir hafa verið gerðar sem fjalla um þær eða er notað sem bakgrunnur. Sama afskiptaleysi almennings og ráðamanna sem einkennir átökin í Afríku, einkennir einnig mikið af þessum átökum, en munurinn felst samt í afhjúpun í fjölmiðlum. Vestrænir fjölmiðlar
Í þessari ritgerð, öllu heldur úttekt, er stefnan að greina frá helstu átakasvæðum í Afríku undanfarna áratugi til okkar daga, greina frá pólítískum eða þjóðernislegum rótum þess, hvort átökin eiga sér enn stað eða hvort að varanlegur[1] friður hefur verið náð og að hvaða leyti önnur ríki styðja við baráttuna, hvort sem það er með fjárframlögum eða vopnasölu. Farið verður í gegnum 11 ríki í Afríku, í stafrófsröð, sem eru í eða hafa verið í einhverjum átökum, einnig að tala lítillega um hlut fjölmiðla í þessum málum, þáttur auðhringa í mörgum átökunum og reynt verður að meta ástandið í lok ritgerðarinnar.
Angóla
Ríkið liggur á vesturströnd Afríku, við þjóðríkin Namibíu, Kongó og Zambíu. Þetta var Portúgölsk nýlenda frá árinu 1575, en þá náðu Portúgalar fótfestu í Lunda-héraðinu í kjölfarið á gegndarlausri þrælasölu, þó var ekki algjör Portúgölsk stjórn fyrr en í byrjun 20. aldar.
Þegar Portúgalar neituðu að veita Angóla sjálfstjórn árið 1951 spruttu uppþrjár3 frelsishreyfingar; Frelsishreyfing Angóla (MPLA) sem hafði aðsetur í Kimbundu og var í tygjum við kommúnistaflokka í Portúgal og Sovétríkjum, Þjóðarfrelsishreyfing Angóla (FNLA) með aðsetur í Bakongo-héraði og var í sambandi við BNA og Mobutu-stjórnina í Zaire og Samband fyrir algjört sjálfstæði Angóla (UNITA) sem hafði aðsetur í Ovimbundu sem er höfuðhérað Angóla.
Skæruhernaður stóð í 14 ár þartil stjórnvöld voru velt úr sessi í janúar árið 1975. Fallist var á sjálfstæði í nóvember 1975, en strax urðu átök milli þessara þriggja hópa sem rekja má til íhlutun erlendu stórveldana, Ameríka og Rússland. Stríðsástandið var bein afleiðing af pólítik Kalda stríðsins.
Árið 1991 var samþykkt að
Átökin stóðu meira og minna til ársins 2002, en þá var leiðtogi UNITA myrtur, en þau samtök höfðu verið helstu friðarspillarnir. Í kjölfarið náðust sættir milli tveggja fylkinga og í dag virðist vera viss stöðugleiki í ríkinu, en það hefur kostað mikið af mannslífum. Ekki er vitað fyrir vissu hversu mikið fólk hefur drepist, en talið er að rúmlega hálf milljón manna hafa fallið síðan 1989 og um þrjár milljónir af flóttamönnum hafa komið frá Angóla.
Alsír
Á norðurströnd Afríku liggur annað stærsta ríki Afríku, við landamæri þess eru ríkin Túnisía, Líbýa, Níger, Malí, Máritanía og Morokkó. Samkvæmt stjórnarskránni er ríkið skilgreint sem Íslamskt, Arabískt og Amazigh. Árið 1830 gerði Frakkland innrás í Alsír en sökum mikillar mótspyrnu náðu þeir ekki fullum yfiráðum á landinu fyrren í byrjun 20. aldar. Evrópsk-ættaðir Alsírbúar og gyðingar urðu franksir ríkisborgarar í lok 19. aldar meðan stór hluti múslíma stóðu fyrir utan frönsk lög, þannig að þeir fengu hvorki franskan ríkisborgarétt eða kosningarétt og þetta furðulega háttalag franskra stjórnvalda skapaði gífurlega spennu milli þessara hópa. Menntun snarminnkaði og upprót var á íbúm Alsírs þegar evrópskum landtökumönnum var hleypt inní landið og gerðu tilkall til jarðar sem heilu ættliðirnir voru búnir að búa á.
Það er löng saga um byltingar og kollvörpun stjórnarfars í Alsír sem hefur jafnvel skapað pólítiska spennu í dag og í raun er sífelld hætta um skyndileg stjórnarskipti, en herinn hefur hvað mestu völdin í landinu, þó er ríkið skilgreint sem stjórnarskrárbundið lýðveldi.
Árið 1954 hófst skæruhernaður gegn Frökkum, sem kallað var Stríð Alsírs fyrir sjálfstæði, sem stjórnað var af Þjóðarfrelsishreyfingunni (FLN) og náðu að bola frökkum burt árið 1962. Fyrsti forseti Alsírs, Ahmed Ben Bella, var velt úr sessi af varnarmálaráðherranum, Houari Boumédiènne árið 1965 og við tók tiltölulegur stöðugleiki sem varaði í næstum 25 ár undir sósíalíska flokk Boumédiènn og eftirmanni hans Chadli Bendjedid.
Íslamska frelsishreyfinginn vann fyrstu lotu í kosningum sem haldnar voru í desember 1991, fyrstu fjölflokkakosningunum í Alsír frá sjálfstæði. En herinn stöðvaði aðra lotu og neyddi Bendjedid til að segja af sér og bönnuðu Íslömsku frelsishreyfinguna í kjölfarið. Borgarastyrjöld hófst þar sem meira en 100.000 manns féllu, sem að mestu mátti rekja til múslímskra andspyrnuhópa, s.s. Vopnaða íslamska hópinn sem stóðu fyrir fjöldamorðum á borgurum. Borgarastyrjöldin leið nokkurn veginn undir lok í kringum 2000, en þó halda einstaka skærur áfram víðsvegar um landið gegn óbreyttum borgurum og öðrum hryðjuverkaárásum.
Búrúndí og Rúanda
Lýðveldið Búrúndi er pínulítið ríki með rosalega stór vandamál. Hún liggur norðan við landamæri Rúanda, Tansaníu til suðurs og austurs og Kongó í vestri. Það liggur líka við Tanganyikavatnið, er samt landfræðilega innilokað og er ekki nema 28.000 ferkílómetrar[2] í stærð, en þar búa um 2,3 milljónir manns.
Árið 1903 var Búrúndi þýsk nýlenda en síðan tóku Belgar við í fyrri heimstyrjöldinni. Búrúndí var samt konungsveldi og hafði verið síðan á 16du öld og þar til það féll árið 1966 í kjölfar sjálfstæðis árið 1962. En frá 1962, þar til kosningar voru haldnar 1993, var Búrúndí stjórnað af fjöldann öllum af herskáum einræðisherrum sem allir voru af minnihlutahóp Tútsa og stjórnuðu þjóðernishreinsunum sem beint var að Hútsum sem voru langtum fleiri en Tútsar, alvarlegustu atvikin áttu sér stað 1964, 1972 og seinni hluta níunda áratugs.
Fyrstu frjálsu kosningarnar voru árið 1993 og flokkur Hútsa náðu yfirgnæfandi meirihluta. Í kjölfarið á því að fyrsti Hútu-forsetinn var myrtur blossaði upp borgarastyrjöld og hundruði þúsunda Tútsar féllu í valnum, því var svarað af hernum, sem Tútsar voru meirihluta í, með morðum á þúsundum Hútsa.
Stöðugleiki náðist nokkurn veginn 1996 þegar fyrrum forseti Búrúndí, Pierre Buyoya, náði völdum og friðarsamkomulagi var náð árið 2000 milli allra flokka nema tvo og reynt var að komast á samkomulagi um lýðræði, en átök héldu samt áfram. Samið var um vopnahlé árið 2003 milli ríkistjórnar og öflugustu Hútu andspyrnuhópinn. En ógnvænlegasti andspyrnu-hópurinn, FNL, neitaði öllum friðarumleitunum og héldu áfram skærum gegn Tútsum. En í maí 2005 náðist vopnahlé við FNL, en skærur og átökunum hefur ekki linnt.
Nær nákvæmlega sama atburðarrás átti sér stað í nágrannaríkinu Rúanda þegar Hútsar slátruðu Tútsum í hundruðumþúsundum. Það grátbroslega er að þetta þjóðarmorð vakti nær enga athygli í fjölmiðlum þrátt fyrir að fréttamenn voru á staðnum, sem urðu vitni og tóku myndir af svívirðilegum ódæðisverkum þegar Hútsar voru bókstaflega að slátra Tútsum með sveðjum. Líkin sem söfnuðust voru fleygð útí Ruzizi-ánna og þaðan lá leiðin í annað elsta og stærsta stöðuvatnið í heiminum, Tanganyika, og tugþúsundir rotnandi líka skoluðust uppá strendur Tanzaníu, Zambíu og Lýðveldið Kongó.
Eþíópía og Eretría
Eitt frægasta sjálfstæða ríkið í Afríku er talið vera Eþíópía, frægðin er útaf því að ríkið hefur alla tíð verið sjálfstætt jafnvel þegar nýlendukapphlaupið stóð sem hæst, að undanskildum 5 árum þegar Ítalía náði völdum. En það tímabil, frá 1891-96, varð til þess að lítil Ítölsk nýlenda, sem var hluti af Eþíópíu, varð til. Það var ríkið Eratría. Einnig náðu Ítalar einhverjum völdum yfir Eþíópíu í seinni heimstyrjöldinni, en sá sigur stóð einnig stutt.
Eþíópía er staðsett á austurhorni Afríku við landamæri Sómalíu, Kenýu, Súdan, smáríkið Djíbúti og auðvitað Eratríu, sem liggur við Rauðahafið og Adenflóann. Eratría fékk sjálfstæði 1952 og 10 árum seinna þá innlimuðu Eþíópía ríkið sem leiddi til átaka sem stóðu í næstum 30 ár þar sem Eratría barðist fyrir sjálfstæði á ný. Sjálfstæðisbarátta Eratríu fékk aðstoð frá Eþíópískri andspyrnuhreyfingu sem barðist á móti hrottalegu einræðisstjórn í Eþíópíu. Í Apríl 1993 var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Eratríu sem alþjóðastofnanir fylgdust með, gífurlegur meirihluti landsmanna vildu sjálfstæði sem og varð. Þetta virtist ganga vel í nokkur ár eða þar til stjórn Eratríu hóf útgáfu á eigin gjaldmiðli, þá blossuðu upp á ný milliríkjaátök.
En gjaldmiðillinn var bara dropinn sem fyllti mælirinn, því að landamærin voru frekar óljós þegar þjóðaratkvæðagreiðslan var borin á borð á sínum tíma, því að Eþíópía hefur ekki greiðan aðgang að Rauðahafinu, og þurfa því að stóla á það að ferðast í gegnum önnur ríki, s.s. Eratría, Sómalíu eða Djíbútí. Reynt var að stilla til friðar af alþjóðlegum samtökum og Samband samstöðu Afríku sem lokst náðist í júní 2000.
Á þessu tímabili var samt marg-brotið á mannréttindum, t.a.m. voru hópar af fólki sem komu frá eða voru af Eretríuskum ættum handteknir í Eþíópíu, börn voru notuð sem hermenn og fleira, einnig á meðan átökin stóðu sem hæst urðu miklir þurrkar í ríkjunum, sem líktust mjög þurrkatímabilinu 1984.
Einsog er þá ríkir friður milli þessara ríkja, en landamærin hafa samt ekki breyst og það gæti vel farið svo að átök gætu blossað á ný. En samkvæmt nýlegri frétt frá Reuters[3] þá er aftur byrjuð að myndast viss spenna milli ríkjana tveggja.
Fílabeinsströndin
Á vesturströnd Afríku, við landamæri Búrkína Fasó, Líberíu, Gíneu, Ghana og Malí er ríki sem átti mikla efnhagslega velsæld frá því að hafa fengið sjálfstæði 1960 og fram að miðjum níunda áratugnum. Fílabeinströndin var frönsk nýlenda frá 1890, en frakkar höfðu samt efnahagskerfið í höndum sér eftir að ríkið var veitt sjálfstæði og í kjölfarið varð Fílabeinströndin með einn mesta hagvöxt af Afríkjuríkjunum, útflutningur var meðal annars kaffi, kakó og ávextir.
En þó að efnahagsleg velsæld einkenndi landið þá var það stjórnað með offorsi af einræðisherranum Houphouët-Boigny þangað til um miðbik 9. áratugarins þegar heimskreppann skall á og mikið þurrkatímabil skók hagkerfið. Það sem áður hafi verið kallað franska kraftaverkið var liðið undir lok og í kjölfarið jukust glæpir sem náði nokkurri fjölmiðlaathygli.
Uppúr 1990 urðu vandamálin enn fleiri þegar opinberir starfsmenn fóru í verkfall og stúdentar mótmæltu spillingu ríkisins, þessi óöld neyddi stjórnvöld að koma á fót fjölflokkalýðræði, en undir stjórn Houphouët-Boigny var aðeins einn flokkur á móti ríkjandi flokki forsetans. Eftir að hann dó árið 1993 þá tók Henri Konan Bédié við, en hann var persónulega valinn af Houphouët-Boigny.
Kosningar voru haldnar í október 1995 og ráðandi flokkur þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að sigra þær kosningar þar sem mótframbjóðendur voru óskipulagðir og tvístraðir. Bédié sendi hundruði andstæðinga í fangelsi og herti þar með tak sitt í stjórnmálum. En vandamálin voru samt rétt að byrja fyrir íbúa Fílabeinstrandar, því ólíkt Houphouët-Boigny, sem hafði landið opið fyrir mismunandi þjóðflokka og kynstofna, þá undirstrikaði Bédié þjóðernislegar kenndir í pólítískum tilgangi, semsagt að þeir sem væru ekki af ”hreinum” ættum frá Fílabeinströndinni voru úthýstir frá öllum almennum störfum og blöndun var bönnuð.
Þetta náði einnig til her landsins sem skapaði töluverða óánægju innan hersins sem leiddi til þess að herinn framkvæmdi valdarán og Bédié flúði til Frakklands. Valdaránið hafði frekar góð áhrif þar sem spilling og glæpir minnkuðu töluvert, en þetta var skammlífur vermir. Aftur voru haldnar opnar kosningar í október árið 2000, en því miður voru þær ekki friðsamlegar né lýðræðislegar. Sá sem tók við völdin eftir kosningarnar, Robert Guéi, var ásakaður um svindl sem leiddi fljótlega til borgarastyrjaldar, 180 manns féllu og Guéi var neyddur til að segja af sér. Mótframbjóðandi hans, og líklegur sigurvegari, Gbagbo, var fljótur að taka við leiðtogataumana. Einn frambjóðandi, Alassane Ouattara var talinn vanhæfur af hæstarétti á grundvelli þjóðernis, en hann var frá Búrkína Fasó. Þetta leiddi til frekari átaka á norðurhluta landsins.
Kvöldið 19. september árið 2002 eru skiptar skoðanir hvað gerðist nákvæmlega og hver stóð fyrir því, atburðarásin var á þá leið að herinn gerði uppreisn og náði völdum á norðurhlutanum, Guéi var myrtur ásamt fimmtán öðrum á heimilinu sínu og Ouattara leitaði skjóls í Franska sendiráðið. Ýmist er talið að herin hafi reynt valdarán, aðrir segja að andstæðingar Gbago voru myrtir af dauðasveitum stuðningsmönnum hans og að valdaránið hafi verið óskipulagt afsprengi þess.
Reynt hefur verið að stilla til friðar í landinu, en skipulagðar ofsóknir og fjöldamorð halda enn áfram. T.a.m. í mars 2004 voru 120 manns drepnir sem voru mótfallnir forsetanum.
Kongó
Þetta litla ríki má ekki rugla við Lýðveldið Kongó sem er suður og vestan við Kongó. Önnur lönd við landamærin eru Gabon, Kamerún, Miðafríkulýðveldið og Gíneuflóinn. Þetta var frönsk nýlenda frá því um 1880 og einsog með aðrar nýlendur var mikið um arðrán í ríkinu og almenn mannréttindabrot.
Það var í seinni heimstyrjöldinni að höfuðborg Kongó, Brazzaville, varð symbólísk höfuðborg hins ”Frjálsa Frakkland” frá árunum 1940-43 og það urðu gífurlegar breytingar gagnvart þegnum Kongó þar sem miðstýring á vissum stofnunum var minnkuð umtalsvert. Íbúar Kongó fengu Franskan ríkisborgararétt og þrælavinna var aflögð. Í kjölfarið voru innviði ríkisins styrkt og má segja að ríkið hafi verið ”vestrænað” ef svo má að orði komast.
Árið 1960 var Kongó veitt sjálfstæði, fyrsti forsetinn var Fulbert Youlou. En hans valdatímabil stóð stutt, en sama ár hófu pólítískir andstæðingar og verkamenn þriggja daga andspyrnu og Youlou var neyddur til að segja af sér. Herinn tók við stjórn í nokkra mánuði þar til að ákveðið var að mynda ríkistjórn sem Alphonse Massamba-Débat leiddi, en í ágúst 1968 var valdarán og Marien Ngoubi, kapteinn í hernum, tók við forsetatitlinum og ári seinna ákvað hann að gera Kongó að fyrsta sósíalistaríkinu í Afríku. 1977 var hann myrtur og Joachim Yhombo-Opangi tók við völdum.
Í 24 ár var Kongó sósíalískt ríki, en þegar Sovétríkin hrundu, urðu pólítískar breytingar á þann veg að fjölflokklýðræði var sett á fót og kosningar voru haldnar í ágúst 1992 og prófessor Pascal Lissouba var kjörinn forseti. En lýðræðið lendi í hættu 1997 þegar mikil spenna myndaðist milli flokks Lissouba og flokks Denis Sassou-Nguesso, sá sem tapað hafði kosningunum fimm árum fyrr. Forsetinn fyrirskipaði hernum að umkringja aðsetur Sassou í Brazzaville, sem sjálfur fyrirskipaði sínu herliði að veita mótspyrnu. Þá hófust fjögra mánuða átök sem steypti ríkistjórn Lissouba af stóli og Sassou lýsti sjálfur yfir því hann væri forseti.
Kosningar voru haldnar 2002 og Sassou vann með 90% atkvæða, þetta voru augljóslega spilltar kosningar þarsem flokkar höfðu verið bannaðir og mótherjar neituðu að taka þátt og hvöttu flokksmenn sína að hundsa kosningarnar. Átök geisa enn víða í Kongó, sérstaklega í þorpum og bæjum.
Lýðveldið Kongó
Viðstöðulaus átök í Lýðveldinu Kongó (áður þekkt sem Belgíska-Kongó og Kongó-Zaire)er bein afleiðing nýlendustefnu Belgíu sem, árið 1885, réðst inní landið og náði skjótt völdum. Leópald II, konungar Belgíu, leit á landið sem sitt persónulega lénsveldi þrátt fyrir að hafa aldrei stigið fæti inná landið fyrir né eftir valdaránið. Eftir 75 ára nýlendustjórnun fóru Belgar fljótlega frá landinu og skildi landið eftir í fjárhagslegum brunarústum. Þar sem lítið var af fjármagni náði landið aldrei að komast á réttan kjöl og í kjölfarið hafa milljónir manna verið drepnir eða limlestir og líkist helst ástandinu sem var í Sierra Leone nú fyrir stuttu.
Árið 1959 var flokkur Patricé Lumumba kosinn í fyrstu frjálsu kosningunum og varð hann forsætisráðherra. Jospeh Kasavubu var kosinn forseti af þinginu. Rúmlega ári síðar var Lumumba varpað fyrir róða til að viðhalda Bandarískum og Evrópskum hagsmunum. Hann var myrtur árið 1961. Í pólítíska og stjórnlausa tómarúmi mynduðustu þónokkrar ríkistjórnir sem héldu varla velli og í fimm ár ríkti óöld í ríkinu.
Árið 1965 var gert valdarán og Mobutu Sese Soko settist í valdstólinn og landið var skýrt Zaire. Þessi aðgerð var styrkt af Bandaríkjunum. Sese Soko var dyggur stuðningsmaður BNA og einnig var greiddur aðgangur að auðlindum, sem Kongó er afar ríkt af, sem bandarískir og evrópskir auðhringir græddu gífurlega á, en lítið sem ekkert fór til að byggja upp innviði ríkisins.
Lýðveldið Kongó er þriðja stærsta ríkið í Afríku og er staðsett í mið-Afríku. Það liggur við landamæri Miðafríkulýðveldið, Súdan, Úganda, Rúanda, Búrundi, Tansaníu, Zambíu og Angóla. Tvö stríð hafa verið háð útaf Kongó, fyrra og seinna Kongóstríði sem hófst 1998 og það er ein mesta og blóðugusta styrjöld síðan seinni heimstyrjöldin var. Þetta stríð er einnig kallað Afríska heimstyrjöldin, því að mörg Afríkuríki taka þátt í baráttunni sem þarna á sér stað, þ.á.m. Zimbabwe, Angóla, Namibíu, Tjad og Súdan.
Á meðan Mobutu var við stjórn þá sökkti hann ríkinu í ótrúlegar skuldir sem nema um 12 milljarða bandaríkja dali og í landi þar sem árlegar meðaltekjur einstaklings er um 110$ þá skuldar hver manneskja næstum 230$ í alþjóðlegar lánastofnanir. En samt hafa hópar efni á því að versla hjá vopnasölum sem koma bæði frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Ríkistjórn Mobutu var velt úr sessi í maí 1997 af andspyrnuhópi sem leitt var af Laurent-Désiré Kabila, eina breytinginn var að nafninu var breytt í annað sinn, en annars kom það fljótlega ljóst að spilltum einræðisherra hafi verið skipt út fyrir nýjum spilltum einræðisherra og stjórnarfarið var mætt mótspyrnu sem styrkt var af Rúanda og Úganda í Ágúst 1998.
Þrátt fyrir umsamið vopnahlé milli stríðandi fylkinga sem skrifað var undir árið 1999 halda átökin áfram og er fjármagnað af ólöglegri námuvinnu, s.s. koltan, tinoxíð og demanta. Í janúar 2001 var Kabila myrtur og sonur hans Joseph Kabila var tilnefndur sem næsti leiðtogi og hann hófst fljótlega við frekari friðarumleitana. Árið 2002 samþykktu stríðandi hópar vopnahlé sem undirritað var í Suður-Afríku, en samt héldu átökin áfram, en friður hélst árið 2003 og hengur á bláþræði í dag, því enn eru átök, árásir og hryðjuverk í bæjum og borgum.
Stríðið sem hófst 1998 hefur kostað að minnsta kosti 4 milljónir manna lífið, útaf átökum, sjúkdómum og hungri, auk þess að 2.5 milljón manns hefur verið rekið á flótta frá heimilum. Fjöldinn allur af vandamálum hrjá landið sem ekki gefst ráð að telja upp[4].
Nígería
Nígería er eitt ”auðugusta” landið í Afríku en samt er morandi af fátækt, spillingu, hungur, morðum og átökum. Árið 1999 náði ríkið að losa sig frá 16 ár af hryllilegum einræðisstjórnum og valdaránum þegar lýðræði var endurreist, en samt eru vandamál ríkisins langt í frá lokið þar sem erlend stórfyrirtæki eru mjög ráðandi í öllu sem viðkemur stjórnskipulagi landsins.
Landið er mjög auðugt í auðlindum, stærstu olíulindir sem finnast í Afríku, kolanámur og tin, auk ávaxta, sykureyr, kókós, maís og fleira. Sökum þess að fyrrum einræðisherrar hafa misnotað fjármagnið sem fékkst af þessum vörum þá er efnahagskerfi Nígeríu mjög óstöðugt. Ríkið liggur við Gíneuflóan og við landamæri Kamerún, Tjad, Níger og Benín.
En ríkið hefur samt verið mjög í deiglunni hjá umhverfisverndarsinnum, mannréttindarsamtökum og sanngjörnum verslunarsamtökum (fair trade) útum allan heim. Atvik sem henti fyrir nokkru náði heimsathygli þegar Ken Saro-Wino og átta aðrir frá Ogoni-ættbálknum voru hengdir fyrir að mótmæla umhverfispjöll sem m.a. Shell stóð fyrir. Í kjölfarið varð vaxandi samúð fyrir barráttu Ogoni-ættbálksins. Einnig hafa aðgerðir stórfyrirtækja vakið athygli og gagnrýni, s.s. ExxonMobil, Chevron, Shell, Elf, Agip o.fl. sem hafa átt stóran þátt í því að gera Nígeríu að einu fátækasta ríki í heimi, sem er í hrópandi mótsögn við þann gífurlega gróða sem fæst af olíusölu.
Samkvæmt Human Rights Watch þá eru þessi stórfyrirtæki beinlínis að stuðla að mannréttindabrotum til að fá einhvern frið að athafna sig. Fólk frá Níger Delta, s.s Ogoniþjóðflokksins, Ijaw og fleiri, hafa reynt að standa í hárinu á þeim, en Nígerísk stjórnvöld og olíufyrirtækin hafa bara svarað með því að lúskra á öllum mótmælendum, til að mynda hefur Shell verið harðlega gagnrýnt fyrir að borga aðilum til að tvístra friðsamlegum mótmælum og þar með reyna að tvístra litlum samfélögum. Umhverfisverndarhópar og skipulögð mótmæli hafa mætt óeirðalögreglum og jafnvel hernum, sem hefur leidd til morða. Það þekkist líka að olíufyrirtækin hafa kallað til hersins fyrir aðstoð gegn mótmælendum.
Olíuvinnslan í landinu hefur eyðilagt lífsviðurværi heilu kynslóðana þar sem starfsemin mengar ár, vötn og jörð, jafnvel grunnþarfir einsog aðgangur að hreinu vatni er orðið nær ómögulegt útaf athafnafrelsi þessara stórfyrirtækja. Mannréttindabrot í Nígeríu eru mjög algeng, ekkert málfrelsi, ekkert skoðanafrelsi og bann á róttækum hópum eða jaðarfélögum, s.s. umhverfisverndarsinnar, mannréttindahópar eða kvenréttindahópar. Þetta hefur leitt til þess að erfitt er að fá almennilegar upplýsingar frá landinu þar sem stjórnvöld og stórfyrirtæki í raun stjórna öllum fréttaflutningi.
Zimbabve
Í suðurhluta Afríku, við landamæri
Síðla hluta sjöunda áratugarins á síðustu öld byrjuðu andspyrnuhópar að herja á hvíta bændur, og í kjölfar sjálfstæði Mozambík árið 1975 efldist andspyrnuhreyfingar til muna með viðstöðulausum árásum á breta, átökin mögnuðust og borgarastyrjöld skall á. Samið var við þrjá helstu leiðtoga andspyrnuhreyfingarnar árið 1978, og bretar leyfðu ríkisstjórninni að vera leidd af Abel Muzorewa biskupi. Þetta var tilraun til að friðþæga íbúa Zimbabve, þó að hann væri studdur af bresku og suður-afrísku stjórninni, þá átti hann né stjórnin ekki mikin stuðning hjá meirihluta íbúa landsins, einfaldlega sökum þess að biskupinn var eini svarti maðurinn í stjórn.
Ári seinna var byrjað að ræða um sjálfstæði ríkisins, og eftir samningaviðræður og stagl fékkst það árið 1980 og í febrúar sama ár voru haldnar frjálsar kosningar þar sem Afríski þjóðarflokkur Zimbabve (ZANU) með Robert Mugabe í broddi fylkingar vann með yfirgnæfandi meirihluta. Hann hóf samstarf við Afríska sambandsflokk Zimbabve (ZAPU) sem Joshua Nkomo leiddi.
En Mugabe gat ekki verið í samstarfi við Nkomo og var hann neyddur úr stjórn sem leiddi til beinna vopnaátaka milli ZANU og ZAPU. Þessi átök varð til þess að það upphófst þjóðarmorð á Ndebele-þjóðflokknum. Fimm árum síðar var samið um vopnahlé og ZAPU-flokkurinn sameinaðist föðurlandsdeild ZANU árið 1988.
Árið 1999 hóf Mugabe að reka alla hvíta landeigendur frá Zimbabve, þetta olli miklum deilum innan og utan ríkisins og vakti heimsathygli. En hvítir voru aðein 1% af þjóðinni en áttu 80% af bestu ræktanlegu jörðinni í Zimbabve. Þessar aðgerðir leiddu til en meiri örbirgðar og hungurs í landinu síðan þurrksins í suðurhluta Afríku 1992.
Samkvæmt sameinuðu þjóðunum eru 25% íbúa Zimbabve með eyðni eða HIV, sem er með því hæsta í heiminum, en að meðaltali eru 0.65% með eyðni eða HIV í hverju ríki fyrir sig. Mugabe hefur verið ásakaður um gróf mannréttindabrot og síendurtekin kosningasvindl, enda hefur hann ekki tapað kosningum síðan ríkið varð sjálfstætt og litlar líkur eru á að hann muni frá hverfa nema að blóðug bylting eigi sér stað.
Niðurlag
Vandamál Afríku felst aðallega í landamæralínum sem skissaðar voru upp af nýlenduþjóðum, og almenn vanvirðing vesturlandabúa gagnvart íbúum Afríku og það virðist sem mannkynbótastefna eða kynþáttahyggja og græðgi ráði hvað mest um örlög þessara álfu. Afskiptaleysi fjölmiðla og afskiptasemi alþjóðabanka og –lánastofnana hefur einnig átt töluverðan þátt í þeim hræðilegu hremmingum sem þessi lönd eru í. Fyrir rúmlega 30-40 árum var Afríka mun auðugri en suðaustur-Asía og töldu sérfræðingar þá að Afríka mundi eiga bjarta og ríkulega framtíð. Nú hefur þetta gjörsamlega snúist við og suðaustur-Asía er með hvað mesta hagvöxt nú í dag og er á góðri leið með því að ná ríkidæmi vesturlanda.
Þau átök sem geisa víðar um álfuna er bein afleiðing af nýlendustefnu Evrópu og einnig áhrif frá þeirri pólítískri refskák sem Bandaríkin og Sovétríkin spiluðu á Kaldastríðs-árunum, því í flest öllum tilfellum eru þarna einstaklingar og litlir hópar að kljást um völdin án þess að skeyta um íbúa viðkomandi ríkis, þetta er það sem stórveldin hafa kennt fólkinu; græðgi og skeytingarleysi. Í Afríku eru margar kynslóðir sem þekkja ekki annað en styrjaldir, átök, hungur, fátækt og vosbúð og það virðist ekki glitta í vonarneista um að friður gæti nást.
Heimildir:
http://www.globalissues.org/
http://en.wikipedia.org/
http://www.globalissues.org/Geopolitics/Africa/Intro.asp
http://en.wikipedia.org/wiki/Angola
http://en.wikipedia.org/wiki/Algeria
http://en.wikipedia.org/wiki/Burundi
http://www.globalissues.org/Geopolitics/Africa/DRC.asp
http://en.wikipedia.org/wiki/Republic_of_the_Congo
http://www.globalissues.org/Geopolitics/Africa/EthiopiaEritrea.asp http://en.wikipedia.org/wiki/Ethiopia
http://en.wikipedia.org/wiki/Ivory_coast
http://mondediplo.com/2000/10/09abidjan
http://en.wikipedia.org/wiki/Zimbabwe
2 ummæli:
áhugaverðasta lesning.
Skemmtilegt sögulegt yfirlit.
Leiðinlegar athugasemdir:
*Stafsetningar- og málfræðivillur :(
*Einhæf heimildavinna (wikipedia er skv. flestum ekki "alvöru" heimild þrátt f. gott notagildi)
*Kennir Vesturlöndum um of mikið, það er eins og allt sem aflaga fer sé Vesturlöndum að kenna og þetta fólk hafi ekki sjálfstæðan vilja
Ari þú ert frábær, þökk. Wikipedia og Global Issues eru aðalheimildirnar, vissulega og rétt er það að ég hefði átt að nota fleiri heimildir. En þú verður að skilja að þetta var gert í flýti :)
En í sambandi við að kenna vesturlöndum um, ég er aðallega að benda á svakalegt afskiptaleysi vesturlanda en um leið svakalega afskiptasemi og má þar nefna t.d. þegar hluti af Afríku var skákborð Rússa og Kana, alþjóðalána- og bankastofnanir með sínar "lausnir" og síðast en ekki síst hvað stórfyrirtæki og auðhringir eru jafn skaðlegir og sést til dæmis í máli Nígeríu.
Síðan hefur nýlendustefna evrópu dergið töluverðan dilk á eftir sér. Afar barnalegt dæmi: ofbeldisfullur stjúpfaðir lemur barnið sitt á hverjum degi, þegar barnið er orðið stálpað og flytur að heiman þá eru miklar líkur á að hann sækir í atferli stjúpföður síns. Með öðrum orðum, ekki gott uppeldi.
En einsog ég sagði í byrjun, "þetta er ekki tæmandi"...
Skrifa ummæli