laugardagur, apríl 15, 2006

Bad Boy Bubby

Verð að taka þá mynd í tveimur hollum.

Bubby er 35 ára gamall "mömmustrákur", þ.e.a.s. að móðir hans hefur haldið honum föngum í íbúðarholu ljúgandi að honum um að Jesúm Krizt fylgist með honum þegar hún fer út með gasgrímu haldandi því að honum að það sé eitrað loft fyrir utan íbúðina. En þarna er verið að fylgjast með örlagaríkum punkti í lífi Bubbys er hann öðlast sjálfsvitund.

Allt yfirbragð myndarinnar er afar finnskt, en myndin er áströlsk. Sú staðreynd fær mann leiðir ef til vill til þess að þessi tiltekna keðjuverkun fer í gang: "Aha, Ástralía, Mel Gibson, Mad Max" Og mér datt í hug að hér væri einhverskonar by-product af Mad Max á ferð; 90 mínútúr af því að fylgjast með manni sem væri andlega óheilbrigður sökum öfga-redneck-uppeldi með "grátur og gnístann tanna" og smá súrelískt slice of life í heimi eftir kjarnorkustyrjöld.

Allt gott og blessað þar til Bubby sleppur út... í 20. öldina. Horfi á seinni hlutann seinna.

Engin ummæli: