Ég er með bíl til afnota og í eirðaleysi mínu fór ég í bílinn og keyrði útí sveit og var ekki með neitt sérstakt takmark í huga og á leiðinni úr smábænum sá ég tvo ferðalanga með bakpoka og þar sem ég var einn í bílnum datt mér í hug að taka þá uppí og keyra þeim nokkurn vegin í áttina sem þeir voru að fara og ég stoppaði og ég opnaði skottið og þeir settu dótið sitt í skottið og þeir settust inní bílinn og ég spurði hvert þeir væru að fara og þeir vildu fara til Egilstaða og spurðu hvert ég væri að fara og ég sagði "ég keyra" og keyrði og fór með þá í átt til Djúpavogs og keyrði í gegnum göngin og keyrði yfir brýr og stoppaði á einhverjum hvíldarstað og sagði þeim að ég hafði bara verið að keyra í eirðarleysi og óskaði þeim góðs gengis og traffík og svona með gvuðsleyfi og keyrði aftur til baka og kom aftur heim.
Með blóðugar hendur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli