Hef verið að horfa á þessa glæsilegu þætti um "upper-class twit"-ið Wooster og úrræðagóða þjónin hans Jeeves. Hugh Laurie leikur Bertie Wooster og Stephen Fry leikur þjóninn. Þættirnir eru byggðir á sögum eftir P.G. Wodehouse. Þetta eru fjórar seríur og ég er kominn langleiðina með þá þriðju. Ég hef alveg hreint glettilega gaman af þessum þáttum. Þetta er ekki á hláturskala sem jaðrar við Monty Python, Father Ted, Black Books eða League of Gentlemen, en sögurnar, samtölin og persónurnar eru mjög skemmtilegar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli