þriðjudagur, apríl 18, 2006

Kárahnjúkalofgjörð sem farið hefur framhjá mér

Mig grunar að undanfarin þriðjudagskvöld hefur verið í sýningu sjónvarpsþáttasería til að lofa Kárahnjúkavirkjun í upphæðum. Hví grunar mig þetta? Því að í þessum orðum rituðum er fimmti þátturinn, af sex, í sýningu í ríkisjónvarpinu.

Þessi tiltekni ríkisáróður hefur gjörsamlega farið framhjá mér. Þátturinn byrjar á einhverju svakalegu dramatísku og klassískri tónlist sem ætti að fá suma til að leggja hægri hönd á hjarta og tilbiðja eitthvað land og einhvern gvuð, nú eða skjóta henni útí loftið í sirka 45° halla með beinan lófa og kalla með stolti og grátstafi í kverkunum "Ísland, best í heimi!"


5 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Merkilegt hvað vondir málstaðir virðast þurfa mestan áróður, ha?

Doddi sagði...

Það er einmitt merkilegt. Einsog sá áróður og tími sem fer í að kenna Palestínumönnum um öll heimsins vandamál í Ísrael og hvað Íran er mikil ógn við mannkynið.

Einar Steinn sagði...

Heyr, heyr.
Ég hef raunar misst af þessum þáttunum, en maður þykist nú aðeins vera farinn að þekkja Landsvirkjunartóbakið. Bloggaði um þetta, rétt í þessu.

"Álelújá!"

Nafnlaus sagði...

þetta er líka ENDURSÝNT, og það á besta tíma

Doddi sagði...

Hvenær? Væntanlega á sunnudegi, eða á hverjum degi?