þriðjudagur, maí 16, 2006

Yak, yak, yak

Var á næturvakt núna í nótt. Fór ekki að sofa þegar ég kom heim. Er að fara á morgunvakt á morgunn.

Fór út áðan og keypti mér fjóra Guinnes úr þessum glæsilega kæliskáp sem útibú ÁTVR á Höfn er með. Ferðin tók rétt rúmlega 8 mínútur.

Hef verið að jafnaði 4-6 jafnvel 8-10 tíma í tölvunni að dóla og í raun ekki að gera neitt. Ef ég finn ekkert áhugavert á netinu þá fer í solitaire (stillt á Draw 3, Vegas Style og Cumulative Score) eða TextTwist. Þetta er tími sem ég ætti frekar að eyða í eitthvað annað, t.a.m. lestur bóka. En það virðist að þetta átak mitt í að hætta að horfa á sjónvarpið hefur bara varpast yfir á tölvuna. Hóran og mellan.

Kannski komin tími á No-Computer Week(eða 1-hour-a-day-in-computer-week)?

Engin ummæli: