Máske munum vér viðrinin stofna einhvern delluflokk til að taka þátt í bæjarpólítíkinni eftir fjögur ár. Man ekki alveg hver sagði mér frá því, en það var einhver sem sagði mér, að hér á árum áður, um og uppúr 1980, að einhverjir skrælingjar og spaugarar stofnuðu delluflokk hér á Höfn með nokkrum alvarlegum málefnum og fjöldann allann af dellu og öðru búlsjitti. Skildist mér að þessi delluflokkur hafi náð nokkrum mönnum inn. Í kjölfarið varð töluverður áhugi á bæjarstjórnmálum.
Maður hefur töluverðan áhuga á pólítík og stjórnmálum, svipaður áhugi og ég hef á heimsmeistarmótið í fótbolta, en ég hef lítinn áhuga á að fylgjast með þessum borgar- og bæjarkosningum, svipað og ég nenni að fylgjast með heimsmeistaramóti í fótbolta.
En með spaugi fylgir einhver alvara, þannig að ef til delluflokks mun koma og frambjóðendur á þeim dellulista mun komast inn þá er hugsanlegt að þeir delluframbjóðendur taka sig alvarlega og láta gott af sér leiða, semsagt í staðinn fyrir satirpolitik, verður realpolitik.
Jamm, það fyrsta á stefnuskránni:
- Einstæðingar sem ekki eiga börn og geta ekki farið í fæðingarorlof eiga rétt á tómstundaorlofi, þ.e. 3 mánuðir á launum að gera eitthvað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli