sunnudagur, maí 07, 2006

Eistnaflug 2006

Ég vill endilega minna Hornfirðinga, þá sem búa á Hornafirði, þá sem búa nálægt Hornafirði og auðvitað aðra góða gesti er vitja þessa vefbók, að 15. júlí nk. (hugsanlega verður þessi hátíð skipt upp í tvo daga, þ.e. fös. 14. og lau. 15.7) verður haldin heljarinnar metalhátíð nálægt okkar yndislega sveitarfélagi, að vísu er það einhver keyrsla, en heljarböllur, það ætti ekki að taka svo langan tíma og við mun taka allsvakaleg þungarokkskeyrsla.

Þetta er Eistnaflug á Neskaupstað, en þar munu hópast saman rokk- og metalhausar hvaðanæva úr landinu og þeyta flösum og dansa tangó við seiðandi tóna eftirtalda hljómsveita (sem eru þegar bókaðar, með þeim fyrirvara þó að einhverjar þeirra gætu dottið út útaf óviðráðanlegum ástæðum):
  • I Adapt
  • Hostile
  • Atrum
  • Nevolution
  • Dr. gunni
  • Innvortis
  • Morðingjarnir
  • Concrete
  • Denver
  • Changer
  • Momentum
  • Potentiam
  • Sólstafir
  • Fræbbblarnir
Ekki vera aumingjar, mætið á Eistnaflug. (Nánar hér)

Ekki heldur gleyma hinum alþjóðlega Slayer-degi þann 6. júní nk. Skiptir ekki máli hvað þú gerir, bara hlustaðu á Slayer meðan þú gerir það.

1 ummæli:

Einar Steinn sagði...

Inte illa. Nafn hátíðarinnar þykir mér líka snilld. Ég mun halda Slayer-daginn hátíðlegan, helst blasta Angel of Death og Raining Blood. Það síðarnefnda er uppáhalds Slayer-lagið mitt.