fimmtudagur, maí 11, 2006

Kastljós í kvöld

Guðmundur Oddur, hinn mæti myndlistafræðingur (eða eitthvað), var að rýna í auglýsingaherferðir stjórnmálaflokka sem eru að taka þátt í borgarstjórnakosninum, í Kastljósi núna fyrr í kvöld.

Þetta var hæfilega áhugavert, en toppinum náði maðurinn er hann fór að rýna betur í hina svokölluðu "lúk at ðí tjildren ant sí há mötsj ví pólitisjans lov ðem"-taktík sem stjórnmálamenn er þekktir fyrir og dró upp gamlar áróðursmyndir frá Sovétríkjunum í tíð Stalíns og Þýskaland nasismans. Það kætti mig mjög að sjá t.a.m. samlíkingu milli Járnmannsins með ljóshært lítið barn í hendi og Dag B. Eggertsson með lítið krúttlegt barn í fangi og síðan hló ég ansi dátt er kom mynd af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni með lítið skrípi í sínum armi og svo Hitler með tvö börn sér við hlið. Þetta var afar fyndið.

Hugsanlegt að einhverjir viðkvæmir besservissar munu taka uppá uppgerðarblygðunarkennd sinni og nöldra í blöðum á næstu dögum. Það verður fróðlegt.

Engin ummæli: