laugardagur, apríl 29, 2006

Fokkittífokkfokk!

Sé framá það að maí-mánuðurinn verður fjárhagslega fokkt öpp sökum þess að ég sótti um kreditkort í mars. Get ekki sagt að mig hlakki til að sjá yfirlitið eftir þennan mánuð. Þó hlakkar í manni sökum þriggja hluta. Að undanskildu bjórkreditsukki og eftirstandandi skuld á lókalnum sem ég verð aftur að borga í hollum, þ.e. að borga helminginn eða meira en helming nú og seinni hlutann í næsta mánuðu (plús aukalegt lókalkredit), þá mun ég fá í hendurnar (1) Dopethrone með Electric Wizard og (2) 10.000 Days með Tool.

(3) Síðan er ég eftir að versla mér flugmiða frá Íslandi til úglanda, nánar tiltekið til Danmörk og frá London til Íslands. Planið hjá mér í sumar, ágúst, verður á þessa leið : Ísland - Danmörk. Danmörk - Þýskaland. Þýskaland - Vattever. Vattever - Belgía. Belgía - Holland. Holland - Belgía. Belgía - Bretland. Bretland - Ísland. Þetta verður svakalega spennandi keppni. Er verið að tala um Evrópumótið í fótbolta? Nei, aldeilis ekki. Það er verið að tala um Evrópumótið Þórður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dude.. ég og ægir erum að fara á evróputúr í sumar, byrja á tékklandi o enda í belgíu.. svaka stuð

Doddi sagði...

Gegt!

Nafnlaus sagði...

Bíddu ertu að fara til Belgíu og London í sömu ferð og við Vési? er þetta sama dagsetning?

Doddi sagði...

Ég fer með ykkur til Berlíns og Ungverjalands (eða það land sem þið hafið í huga) en ég fer hugsanlega aðeins fyrr frá ykkur til Belgíu, Hollands og Bretlands og verð úti til 20. ágúst.