Það hafa ekki verið svakalegar hræringar í tónlistaráhlustun minni síðan ég reit um það síðast. Slayer, Mastodon og Nevermore standa uppúr og auðvitað Kyuss, en Blues for the Red Sun verður bara betri og betri með hverri hlustun.
Þó hafa bæst við nokkur bönd sem vert er að minnast á. Eftir tilmælum Ara, auk hljóðdæmis einn góðan veðurdag á Dillon, þá niðuhalaði ég nokkrar plötur með Entombed; Left Hand Path, Wolverine Blues, To Ride, Shoot Straight and Speak the Truth og Morning Star. Þær tvær síðastnefndu eru alveg hreint magnaðar, þó sér í lagi og sérstaklega Morning Star. Það er alveg hreint ótrúlega, æðisleg og kynngimögnuð plata.
Hef líka verið dálítill aðdáandi af Filter síðan bróðir minn leyfði mér að hlusta á Short Bus. Það er skemmst frá því að segja að ég væri einatt að hlusta á þá plötu er ég var að vinna í frystihúsinu er ég var tæplega 16 ára og lendi í slysi. Þannig er nú mál með vexti að ég var að vinna við að saga lúðu (haus, sporða og ugga) og þetta var voðalega circular motion vinna. Allt í einu þegar eitthvað lagið var að spila í vasadiskóinnu varð ég sveimhuga og vissi ekki af mér fyrren baugfingur á hægri hendi klemmdist við söginna og ég gaf frá mér tryllingslegt öskur. Síðan var farið á heilsugæslustöðinna og lagað skemmdirnar. Síðan var ég rekinn án þess að láta mig vita af því. Já, sællar minningar. Annars, niðurhalaði ég Amalgamut sem er fín plata.
Annar frækinn kappi, liðsmaður í metalcore-bandinu Finnegan, Andri nokkur Ákason, var mikið um að benda mér á plötuna Undoing Ruin með Darkest Hour. Sú plata vinnur á og er bara nokk góð. Söngstíllinn er ekki að fara jafnmikið í pirrurnar á mér og áður (sagði að söngvarinn syngi einsog hann sé að rembast við að skíta), en fer samt aðeins í mínar fínustu.
Alabama Thunderpussy er nafn sem vissir aðilar á Töflunni höfðu margt gott að segja um, og ég hef verið að leyfa Fulton Hill að leika um mitt eyra, fín plata þar á ferð. Einnig hef ég verið að prófa, einsog heróín, bönd á borð við Lamb of God, The Haunted, At the Gates og Amon Amarth og líst nokk vel á. Á dagskránni er að eigna mér plötu með Electric Wizard, þar sem maður hefur lesið afar, afar góða hluti um þá á allmusic.com og vitaskuld á Töflunni.
Keypti mér plötu um daginn með hljómsveit er heitir The Decemberist, platan heitir Castaways and Cutouts. Ljúf og melódísk kammerpopp tónlist. Keypti einnig, eitt sinn, Echoes með The Rapture og hún hefur ekkert gripið mig, einhver dúdd í Smekkleysu mælti eindregið með henni og hótaði mér að ef ég fílaði ekki þetta þá ætti ég bara að hlusta á Michael Bolton(!), svei. Síðan fór ég í bestu geisladiskabúðina (hans Valda) og keypti mér, held ég þriðja eintakið (hef nefnilega týnt hinum tveim), Now I Got Worry með Jon Spencer´s Blues Explosion (skilst mér að þeir kalli sig núna bara Blues Explosion), sem er yndisleg plata og ágætis "fuck off you scatmunching studio execs!" því hljóðið er svo skítugt og hrátt að það gerir plötuna enn betri.
Síðan hafa önnur bönd fengið að hljóma töluvert, en nenni ekki rita mikið um það, ekki útaf því að þetta eru léleg bönd, þvert á móti (þó eru sum betri en önnur), ég skrifa bara eitthvað um það seinna: Arcade Fire, Benni Hemm Hemm, Dead Kennedys, Fugazi, Genesis, Gentle Giant, Mogwai, Mono, Nine Inch Nails, Primal Scream, Primus, Shellac, Sonic Youth, Syd Barret, Tool, Tortoise, Trans Am, White Zombie, Yes og eitthvað fleira.
Í síðustu færslunni var mælt með og tjáð um eftirfarandi bönd og listamenn (í réttri röð):
Nú, þar sem ég er hlaðinn kreditkorti, þá eru líkur á að heimsóknir mínar á Amazon.com verða fleiri, í þeim sérstaka tilgangi að versla mér plötur.
Þó hafa bæst við nokkur bönd sem vert er að minnast á. Eftir tilmælum Ara, auk hljóðdæmis einn góðan veðurdag á Dillon, þá niðuhalaði ég nokkrar plötur með Entombed; Left Hand Path, Wolverine Blues, To Ride, Shoot Straight and Speak the Truth og Morning Star. Þær tvær síðastnefndu eru alveg hreint magnaðar, þó sér í lagi og sérstaklega Morning Star. Það er alveg hreint ótrúlega, æðisleg og kynngimögnuð plata.
Hef líka verið dálítill aðdáandi af Filter síðan bróðir minn leyfði mér að hlusta á Short Bus. Það er skemmst frá því að segja að ég væri einatt að hlusta á þá plötu er ég var að vinna í frystihúsinu er ég var tæplega 16 ára og lendi í slysi. Þannig er nú mál með vexti að ég var að vinna við að saga lúðu (haus, sporða og ugga) og þetta var voðalega circular motion vinna. Allt í einu þegar eitthvað lagið var að spila í vasadiskóinnu varð ég sveimhuga og vissi ekki af mér fyrren baugfingur á hægri hendi klemmdist við söginna og ég gaf frá mér tryllingslegt öskur. Síðan var farið á heilsugæslustöðinna og lagað skemmdirnar. Síðan var ég rekinn án þess að láta mig vita af því. Já, sællar minningar. Annars, niðurhalaði ég Amalgamut sem er fín plata.
Annar frækinn kappi, liðsmaður í metalcore-bandinu Finnegan, Andri nokkur Ákason, var mikið um að benda mér á plötuna Undoing Ruin með Darkest Hour. Sú plata vinnur á og er bara nokk góð. Söngstíllinn er ekki að fara jafnmikið í pirrurnar á mér og áður (sagði að söngvarinn syngi einsog hann sé að rembast við að skíta), en fer samt aðeins í mínar fínustu.
Alabama Thunderpussy er nafn sem vissir aðilar á Töflunni höfðu margt gott að segja um, og ég hef verið að leyfa Fulton Hill að leika um mitt eyra, fín plata þar á ferð. Einnig hef ég verið að prófa, einsog heróín, bönd á borð við Lamb of God, The Haunted, At the Gates og Amon Amarth og líst nokk vel á. Á dagskránni er að eigna mér plötu með Electric Wizard, þar sem maður hefur lesið afar, afar góða hluti um þá á allmusic.com og vitaskuld á Töflunni.
Keypti mér plötu um daginn með hljómsveit er heitir The Decemberist, platan heitir Castaways and Cutouts. Ljúf og melódísk kammerpopp tónlist. Keypti einnig, eitt sinn, Echoes með The Rapture og hún hefur ekkert gripið mig, einhver dúdd í Smekkleysu mælti eindregið með henni og hótaði mér að ef ég fílaði ekki þetta þá ætti ég bara að hlusta á Michael Bolton(!), svei. Síðan fór ég í bestu geisladiskabúðina (hans Valda) og keypti mér, held ég þriðja eintakið (hef nefnilega týnt hinum tveim), Now I Got Worry með Jon Spencer´s Blues Explosion (skilst mér að þeir kalli sig núna bara Blues Explosion), sem er yndisleg plata og ágætis "fuck off you scatmunching studio execs!" því hljóðið er svo skítugt og hrátt að það gerir plötuna enn betri.
Síðan hafa önnur bönd fengið að hljóma töluvert, en nenni ekki rita mikið um það, ekki útaf því að þetta eru léleg bönd, þvert á móti (þó eru sum betri en önnur), ég skrifa bara eitthvað um það seinna: Arcade Fire, Benni Hemm Hemm, Dead Kennedys, Fugazi, Genesis, Gentle Giant, Mogwai, Mono, Nine Inch Nails, Primal Scream, Primus, Shellac, Sonic Youth, Syd Barret, Tool, Tortoise, Trans Am, White Zombie, Yes og eitthvað fleira.
Í síðustu færslunni var mælt með og tjáð um eftirfarandi bönd og listamenn (í réttri röð):
- White Stripes
- Electric Six
- The Rolling Stones
- Ennio Morricone
- Megasukk
- Tom Waits
- System of a Down
- Nevermore
- Blaze
- Bruce Dickinson
- David Bowie
- Dag Nasty
- Minor Threat
- Good Clean Fun
- Dead After School
- Anathema
- Katatonia
- Porcupine Tree
- Orange Goblin
- Lamb of God
- The Gathering
- Captain Beyond
- Pelican
- Entombed
- The Books
- Penguin Cafe Orchestra
- Thee Michelle Gun Elephant
Nú, þar sem ég er hlaðinn kreditkorti, þá eru líkur á að heimsóknir mínar á Amazon.com verða fleiri, í þeim sérstaka tilgangi að versla mér plötur.
2 ummæli:
Ye B'stard... Finndu eitthvað með Baby Dee(www.babydee.org) hún er ferlega góð... kvenmannsútgáfann af Tom Waits.
Félagi og vinur, Þórður. Ég var að lesa alveg frábæra grein eftir George Orwell, Some Thoughts On The Common Toad, hvárt ég reit um á blogginu mínu. Hvet þig eindregið til að lesa hana.
Skrifa ummæli