Með því fyndara sem ég hef verið vitni af gerðist eina kvöldstund á Ölveri, þetta var á laugardegi í fyrra. Ég, Óskar og Gunna fórum á þann stað í tvennum tilgangi (sem varð af þrennu). Að sötra bjór og taka þátt í karíókí. Ég var ekkert yfirdrifið spenntur af seinna tilvikinu, en lét til leiðast. Við örkuðum að barnum og Óskar bað um karíókí-söngmöppuna og flettum í gegn.
Ég man ekki alveg hvað Gunna valdi, en mig minnir að það hafi verið eitthvað með Louis Armstrong eða álíka, eitthvað rólegt og rómó. Óskar valdi eitthvað lag með New Kids on the Block. Ég valdi Sweet Transvestite úr Rocky Horror Show, sökum þess að þetta var eitt af þessum kunnuglegu lögum (auk þess að það var ekkert svo langt síðan að maður horfði á þetta í góðra vina leikhópi). En það var fólk á undan okkur, töluverður fjöldi svo ég og Óskar fórum í billjard og sötruðum á dökkum Beamish.
Nokkrum fölskum falsettum síðar þá heyrðist í hljóðkerfinu að óskað væri eftir nærveru Gunnu. Hún skellti sér á sviðið og söng sitt lag. Síðan var kallað á hann Óskar. Óskar steig upp á svið og tók míkrófóninn og lag með New Kids on the Block, sem hét Baby I Love You Baby, Love eða álíka horbjóðsnafn byrjaði að óma um salinn. Maður fylgdist spenntur með. Óskar söng lagið með stakri snilld að orð fá ekki lýst kátínu minni.
Það má ef til vill minnast á það að hann hafði nýverið uppgötvað breska pönkbandið The Fall og var orðinn forfallin Fall-fíkill. Hann tjáði mér síðan seinna meir að hann hafði gleymt hvaða andskotans lag hann hafi valið fyrir þetta bévítans karíókí og ákvað þá og þar að syngja lagið einsog Mark E. Smith. "Ó beibííí, beibííí ííí" Ýmindið ykkur Megas og Bob Dylan og að þeir séu ættaðir frá fátækrahverfi í Manchester, blandið síðan smá af ketti í dauðahryglum rúllað í eitt og þá kannski hafiði einhverja hugmynd um söngstílinn. Þetta var stök fokking snilld. Toppurinn var náttúrulega að í miðju lagi kom einhver úr salnum og tók mækinn úr sambandi. Einhver eða einhverjir höfðu ekki húmor fyrir þetta.
Að lokum steig ég upp og söng Sweet Transvestite með miklum sóma. Man að einhver kallaði "hommi" eflaust útaf lagavalinu, en "hey" það sló mig ekki útaf laginu (ho,ho).
Þetta var gaman.
Ég man ekki alveg hvað Gunna valdi, en mig minnir að það hafi verið eitthvað með Louis Armstrong eða álíka, eitthvað rólegt og rómó. Óskar valdi eitthvað lag með New Kids on the Block. Ég valdi Sweet Transvestite úr Rocky Horror Show, sökum þess að þetta var eitt af þessum kunnuglegu lögum (auk þess að það var ekkert svo langt síðan að maður horfði á þetta í góðra vina leikhópi). En það var fólk á undan okkur, töluverður fjöldi svo ég og Óskar fórum í billjard og sötruðum á dökkum Beamish.
Nokkrum fölskum falsettum síðar þá heyrðist í hljóðkerfinu að óskað væri eftir nærveru Gunnu. Hún skellti sér á sviðið og söng sitt lag. Síðan var kallað á hann Óskar. Óskar steig upp á svið og tók míkrófóninn og lag með New Kids on the Block, sem hét Baby I Love You Baby, Love eða álíka horbjóðsnafn byrjaði að óma um salinn. Maður fylgdist spenntur með. Óskar söng lagið með stakri snilld að orð fá ekki lýst kátínu minni.
Það má ef til vill minnast á það að hann hafði nýverið uppgötvað breska pönkbandið The Fall og var orðinn forfallin Fall-fíkill. Hann tjáði mér síðan seinna meir að hann hafði gleymt hvaða andskotans lag hann hafi valið fyrir þetta bévítans karíókí og ákvað þá og þar að syngja lagið einsog Mark E. Smith. "Ó beibííí, beibííí ííí" Ýmindið ykkur Megas og Bob Dylan og að þeir séu ættaðir frá fátækrahverfi í Manchester, blandið síðan smá af ketti í dauðahryglum rúllað í eitt og þá kannski hafiði einhverja hugmynd um söngstílinn. Þetta var stök fokking snilld. Toppurinn var náttúrulega að í miðju lagi kom einhver úr salnum og tók mækinn úr sambandi. Einhver eða einhverjir höfðu ekki húmor fyrir þetta.
Að lokum steig ég upp og söng Sweet Transvestite með miklum sóma. Man að einhver kallaði "hommi" eflaust útaf lagavalinu, en "hey" það sló mig ekki útaf laginu (ho,ho).
3 ummæli:
já voða gaman
þetta myndi ég aldrei gera nema að hafa verið fylltur allsvakalega
annars þá kom þessi skrýtni gaur frá hrauninu upp að mér sem þú minntist í færslu hér að neðan að mér um daginn á skólavörðustígnum og bað um pening.
mér finnst maltbjór ghóðuððð
ég á disk mehh electic wizahhd
Fall eru góðir - magnað að fylgjast með ævintýrum þeirra í USA þessa dagana. Bandið hætti (í ca. 20. sinn), MES fann einhverja stráka frá Kaliforníu og - púff - þeir eru The Fall í dag.
Örugglega ákveðið yfir 10. bjór...
Spurning með þetta Rokkabillíthingy + J. Spencer - er það ekki næstu helgi?
Jú, það er næstu helgi. Ég fékk diskinn í hendurnar núna í gær og þetta glæsilegur og eigulegur gripur.
Skrifa ummæli