föstudagur, júlí 15, 2005

10.09.01

Þegar allt var í glimrandi góðu lagi og börnin sungu "tralalalí"
Ég gat ekki lesið nema örfáar línur af skoðun Björns Bjarnasonar um atburði 7. júlí sl. í London og hugsað með sjálfum mér "Djöfulsins fífl er þessi maður! Þetta jaðrar á við mongólíta, það á ekki að hleypa hálfvita nálægt lyklaborði!" Maðurinn telur að það er ekkert samhengi milli innrásina í Írak og vaxandi andúð gegn Vesturlöndum, vestrænum hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, verslun og hvaðeina og þess að einhverjir einstaklingar, hugsanlega breskir múslímar, sprengdu lestir og rútu í miðborg London. Hann átelur að þessi árás hefði getað átt sér stað þótt að ekki hafi verið ráðist á Írak og hernumið. Hann telur það réttlætanlegt að ráðist hafi verið á Írak í ljósi atburðana 11. september 2001.
Vá. Minnir mig á þessi rök "það er ekkert samhengi milli þess að eiga byssu og skjóta mann og eiga enga byssu og skjóta ekki mann." Hvernig stendur á þessari vaxandi andúð? Hmm... ahh! Annað hvort er það skortur á trú eða bókstafstrú. Hlýtur að vera.
Hann segjir:

Og hvað sem líður átökum í Írak er ekkert, sem réttlætir, að ráðist sé á friðsama borgara í lestum eða strætisvögnum á leið til vinnu sinnar í London eða annars staðar.

Nú! Bíddu, er ekki stríð í gangi? Er ekki "stríð" gegn hryðjuverkum? Ekki man ég eftir því að hryðjuverk lúti undir einhverjum sérstökum alþjóðareglum hvar stríðsvæðið er, hvað þá stríð ef útí það er farið, allavega eru alþjóðalög og -reglur virtar að vettugi.
Hryðjuverkaárásir, einsog okkur mölbúun og almúganum hefur verið talið trú um getur gerst hvar sem er, hvenær sem er. Verið hrædd alltaf. Það er auðveldlega hægt að réttlæta þetta hryðjuverk og lýðræðishjólin einsog við þekkjum þau nota þetta sem góða smurningu til að réttlæta innrás í annað land, svo sem Íran, Sýrland eða Lýbíu. Björn ætti að gera sér grein fyrir því sem fyrst að hinn dansandi api í BNA er búinn að lýsa yfir stríði gegn öflum sem enginn sér og enginn sér fyrir endann á.
Eru bara til friðsamir borgarar á vesturlöndum? Er maðurinn hálfviti? Man ekki til þess að vesturveldin hafi keypt einkaréttin á "friðsömum borgara" eða hvað? Eru friðsamir borgarar nær óþekkt hugtak í Írak eða Palestínu? Voru semsagt ekki til friðsamir borgarar í Fallujah? Voru íbúar í Fallujah allir hluti af andspyrnuhreyfingu Íraks? Hryðjuverkamenn, hver einn og einasti án efa, samkvæmt hugarheimi Björns.
Maðurinn er bona fide hálfviti. En þetta segi ég bara því ég hata hann.

Engin ummæli: