Vésteinn, smábarnaæta og frjálslyndur marxisti, veltir vöngum yfir áhrifaleysi almennra mótmæla, til að mynda mótmæli Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði. Telur hann að það þurfi að koma til aukinnar skipulagninar, eða strategíu, milli mótmælenda- og grasrótarhópa svo að mótmælin auk sjónarmiða geta komist alminilega til skila. Til þess þurfi þessir hópar að tala meira saman, svona for starters.
En það þarf aðeins meira til og við hugmyndir Vésteins vil ég bæta við örfáar, mér og öðrum til hugleiðingar:
En það þarf aðeins meira til og við hugmyndir Vésteins vil ég bæta við örfáar, mér og öðrum til hugleiðingar:
- Einsog hann benti eilítið á þá þarf aukin samskipti við verkalýðsfélög. Það er ekkert jafn ömurlegt og fylgjast með fólki kvarta sig sáran yfir síðustu kjarasamningum eða framtaksleysi verkalýðsfélaga og annað tuð þegar viðkomandi aðili, sem væntanlega er skráður í viðkomandi verkalýðsfélag komi ekki nálægt kjarasamningum, viðræðum eða fundum félagsins.
- Fylgjast, þó ekki væri nema örlítið, með alþingi og reyna vera í beinum samskiptum við þingmenn og ráðherra, t.a.m. bréfaskrifum, mano y mano eða símasambandi. Ekki skiptir máli þótt þú hafir ekki kosið mannfjandann, það er um að gera að spurja hann/hana spurningu og fá viðbrögð (ég bendi á hlekkjalistann hér til hliðar, neðarlega eru hlekkir á þá þingmenn sem blogga, sumir blogga meira en aðrir og aðrir blogga ekki neitt).
- Kynna sér réttindi sín. Gott væri að byrja á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands sem er ekki svo langur lestur og er ágætis jarðvegur fyrir Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðana sem Ísland hefur samþykkt.
- Kynna sér starfsemi ýmissa ráðuneyta. Hér getur að líta tengla að öllum ráðuneytum.
Ekki er maður að segja að þetta sé nauðsynlegt, en þetta væri kannski æskilegt upp á það að vita hvert maður á snúa sér ef maður ætlar að koma einhverjum málefni á framfæri, hvort sem það er í formi fyrirspurnar, mótmæla eða beinum aðgerðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli