þriðjudagur, júlí 12, 2005

Eitt skref í meðalmennsku

Var á næturvakt í nótt, horfði á Life and Death of Peter Sellers, sem er ágætis mynd um breska stórleikarann Peter Sellers (duh!) og síðan tók við Assault on Precinct 13, sem er lauslega byggð á samnefndri mynd eftir John Carpenter frá 1976, hún var einnig ágætis ræma.

En þegar síðastalda myndin var rúmlega hálfnuð þá fer einn skjólstæðingur á stjá og samstarfskonan mín fer og vitjar viðkomandi skjólstæðing. Í eirðarleysi mínu fer ég að bora í eyrað, því það hefur alltaf eitthvað angrað mig í eyranu, nánar tiltekið eyrnamergur. Ég skrepp aðeins fram og fer inní baðherbergi í leit af eyrnapinnum. Sem ég finn. Ég tek eitt stykki og treð því í eyrað og nudda vel á þeim stað sem angrar mig mest, þegar ég tek pinnan út þá sé ég á honum afar óaðlaðandi, illa lyktandi og nokkuð stóra drullu á bómullinum (bómlinum:), en einkennilegt að beygja þetta orð). Sá litur sem ég hef vanist af eyrnamerg er oftast nett dökkgulur með smá brúnum keim, en liturinn sem ég sá var ansi brúnn og dökkur, lyktin var einsog af sokki sem maður hefur gengið í fimm daga. Þetta fannst mér ekki eðlilegt. Ég vætti annan endan af eyrnapinnanum og nuddaði því inní eyrað, svona í von um að geta losnað við eyrnamerginn betur. Rúmlega níu illa lyktandi og ljótum eyrnapinnum seinna þá finn ég fyrir einhverju töluvert stóru í eyranu, annað en endann af eyrnapinna og hvað gerist? Jú, útúr eyranu dettur þessi svakalegi eyrnamergshnullungur. Aldrei nokkurn tímann hef ég séð jafn stóran eyrnamerg, hvað þá jafn ógeðslegan vessa, eða konsentreitaður vessi, koma útúr þessu tiltekna opi! Til að gefa mínum dyggu lesendum viðmiðun af þeim viðbjóði sem ég varð, sökum undrun, að halda aðeins á í lófanum, þá var þetta ekki svo ólíkt músaskít bæði í stærð, áferð og lit. En viðbjóðurinn breytist snögglega í létti eftir ég henti óskapnaðinum í ruslið. Þessi tiltekni léttir var ekki svo ósvipaður þeirri tilfinningu sem maður fær eftir afar góðar hægðir. Það er að segja hægðir sem maður hefur óafvitandi eða viljandi safnað í kannski fimm daga. Mér leið bara nokkuð vel því þessi horbjóður, eða öllu heldur mergbjóður, hafði angrað mig í ansi langan tíma, en þangað til núna þá hafði ég aldrei getað losað mig við þetta og ég hafði (og hef) í hyggju að kíkja til læknis og biðja um að skoða aðeins inní eyrað. En svona vinna krafðist þolinmæði og þrautsegju, og hún var þess virði.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh.. allt sem þú skrifar er yndislegt!
all hail Þórður!'
VúúúÚÚÚ!

Doddi sagði...

Ohhh, Systir Imba ekki vera svona öfundsjúk.

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Tek undir með Matta. Þér tókst að gera mig öfundsjúkan: Ég vildi að ég hefði náð svona stórum nögget út úr eyranu á mér.

Doddi sagði...

Þá er bara að byrja safna.

Kristbjörg sagði...

Þetta fannst mér frekar viðbjóðsleg frásögn. En ég skil alveg að þetta fannst þér vera atburður sem vert væri að deila með öðrum, á netinu. Svona fara þessar næturvaktir með mann!

Nafnlaus sagði...

ÉG lenti í því sama áramótin 2002 :(