þriðjudagur, júlí 26, 2005

Öryggið

Dökkhærður maður á þrítugs aldri með ljósbrúna hörund gengur útúr blokk, klæddur í þykkri dúnúlpu, enda finnst honum vera kalt svona norðarlega á baugi. Hann hefur svartan bakpoka. Hann tekur strætó niðrí bæ sem tekur um fimm mínútur. Hann stígur útúr strætó og lítur í kringum sig, það er ágætis veður. Hann lötrar áleiðis á áfangastað, þar til hann heyrir að einhverjir eru að kalla á hann. Hann nær ekki alveg hvað þeir segja, snýr sér við og sér að þetta eru þrír gaurar í gallabuxum, peysu og jakka og virðast vera með skotvopn, þeir eru að hlaupa í áttina að honum. Upp koma slæmar minningar og miklar áhyggjur um atburði sem áttu sér stað í hans heimalandi. Auðvitað sprettur hann af stað til að sleppa undan þessum ókunnugu einstaklingum. Hann er hræddur. Þeir nálgast hann og tækla hann niður. Frumeðlið og adrenalínið hafa tekið yfir alla skynsemi, hann streitist á móti. Slæmar minningar. Sem skyndilega slökkna eftir fimm háværa hvelli.

Já. Við erum svo sannarlega örugg.

Engin ummæli: