Sei, sei. Ef eitthvað er að marka þessa frétt, þá verða enginn mótmæli við Kárahnjúka mikið lengur. Tjaldbúðarleyfið hefur verið afturkallað, þeim gefin örlítill frestur til að hypja sig og fleiri lögreglumenn eru að bætast í hópinn. En það mun auðvitað ekki hindra dygga umhverfisverndarsinna til að mótmæla áfram.En sagt er að mótmælendur hafi ráðist á lögreglunna. Varið sig er kannski líklegra. En nú stendur steinn í steini. Lögreglumenn frá Egilstöðum sem hafa hlustað á hatramma samræður bæjarbúa um þessa "helvítis mótmælendur!" hafa örugglega komið pirraðir að vinnusvæðinu og gefið sér fyrirframgefnar forsendur að þetta væri ekki "alvöru" fólk, og er augljóslega að reyna hafa lífsviðurværi af heimafólkinu með því að reyna stöðva verkefnið sem gæti "bjargað" efnahagi Austurlands... eða álíka. Af hverju fer það ekki bara aftur til Rússlands?!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli