fimmtudagur, júlí 28, 2005

"... að berjast með orðum og rökum"

Hnykkir ritsjóri Morgunblaðsins í miðopnu blaðsins í dag, en þar fjallar hann um þessa vandræðapésa uppá hálendinu sem raska eignir og eyðileggja hluti. Ekki viss um hvorn hópinn þetta á betur við, en hann átti náttúrulega við mótmælendur. Segjir svo að hann hafi meiri virðingu fyrir mótmælendum sem mótmæla framkvæmdum "með orðum og rökum."
En er ekki búið að mótmæla þessari virkjun með "orðum og rökum" alveg síðan það var ákveðið hvar ætti að virkja og hvenær og fyrir hvað. Það hafa komið út skýrslur, formleg og óformleg mótmæli, greinaskrif, rætt um þetta í ljósvakamiðlum. Alltaf skal það vera sama helvítis vitleysan í dæmigerðum Íslendingum sem fá andlegt flog ef eitthvað kemur upp sem stingur í stúf við það sem talið er eðlilegt. Einsog írafárið í kringum skyrslettuna. 6 milljón króna firringuna í hótelstjóranum. Nú síðast var framrúða bortin í vörubíl, spreyjað á skilti, gáma og hús við Kárahnjúkavirkjun. En óafturkræfanleg skemmdarverk gagnvart dýrum og náttúru, það skiptir engu máli. Einhver bíll, einhver steypuklumpur, einhver myndvarpi er meira virði en ósnortin náttúra, í sumum tilfellum getur það verið meira virði en mannslíf.
Þetta einkennilega ákall fyrir kurteisi af hálfu mótmælenda er þreytuleg og barnaleg, það er hvort eð er ekkert hlustað. En um leið og einhver minniháttar röskun verður þá eru þetta öfgar og mun snúa málstaðnum í andhverfu sína. En það er ekki fyrren smá obbi af öfgum slettist inní málstaðinn að fjölmiðlar vekja athygli á þessu. Það var ekki fyrren farið var að handjárna sig við vörubíla, veltast um verktakasvæðið og fremja smá óskunda að vakið var athygli á þessum tjaldbúðum. Umfjöllunin fyrst var smánarleg:
"[hæðnistón]Örfáar mótmælendahræður við Kárahnjúka, hí, hí. Klæðið ykkur vel, aumingjar! Hí, hí! Eitt tjald við Kárahnjúka! Hí, Hí! Djöfulsins fífl"

Farið þessi kurteisisbón til fjandans. Meiri spennu, fleiri aðgerðir og sykur í bensíntankana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það þarf að gera eitthvað róttækt svo fólk tekur eftir manni

Doddi sagði...

Kurteisishjal getur virkað svo langt sem það nær... ekki neitt, allavega ekki á þessum róttæku og heyrnarlausu tímum.