Halldór Ásgrímsson finnst þetta vera mjög jákvætt fyrir ríkissjóðinn. Vá. Maðurinn er snillingur, hvað annað er það en jákvætt þegar það bætist við skyndilegur gróði í sjóðinn? Síðan verður farið á fyllerí. Daginn eftir verður velt því fyrir hvað hafi orðið af öllum þessum pengingi.
Geir H. Haarde einnig ánægður, auðvitað. Ríkisóstjórnin hafa rætt saman hvernig skipta megi upp ránsfengnum sem nemur um 73 milljarða íslenskra króna, tilboðið var 66.7 milljarðir, en við bætast aukaálögsgjöld, stimpilgjöld og stimpilstimpilgjöld, eða eitthvað.
Lifa í draumórum að þetta eigi eftir að bjarga öllu er viðkemur efnahagsástandi Íslands. Gott, gott. Mun þetta vera notað til að greiða næstum 300 milljarða króna erlenda skuldir sem ríkisóstjórn undir forystu Davíð "Kjarna" Oddssons (nú undir strengjabrúðuna Halldóri "Skítur"Ásgrímssyni) kom okkur í?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þeir hefðu vel getað notað árlegan hagnað sem Síminn skilaði til að greiða upp skuldir. Það er hellings pengingur, man einhver hvað það var mikið?
Um 10 milljarðir.
Skrifa ummæli