Af hverju þurfa sumir bloggarar alltaf að taka það fram að þeir verði "að blogga meira" eða minnast á það hvað "það langt er langt síðan að maður bloggaði síðast" eða hreinlega hætti að blogga því "maður hefur ekkert til að blogga um". Hvað er málið? Það þarf ekki að koma með afsökunarbeiðni á bloggleysi eða bloggleti. Bara að blogga like crazy. Þetta hefur andlega hreinsandi áhrif. Ekki þýðir heldur að velta sér uppúr því hvort að "einhver nenni að lesa bloggið mitt" því það skiptir engu máli, bloggið er hugsað fyrst og fremst fyrir bloggarann, og þeir sem vita af bloggsíðunni hafa oft glettilega gaman að lesa einhverja vitleysu. Fyrst og fremst er bara halda blogginu lifandi, og það þarf ekki að koma með einhverjar svakalegar langlokur. Ein vinsælasta bloggsíða í netheiminum gengur akkúrat út á að vera hversdagsleg og skemmtilega leiðinleg. Dæmi um innlegg gæti verið á þessa leið:
Það finnst mér allavega.
- Burstaði í mér tennurnar með bleikum tannbursta, og hrækti síðan í vaskinn. Fór síðan uppí rúm með tannkremsbragð í munninum.
- Klæddi mig í sandala. Fyrst fór ég í hægri, síðan í vinstri. En gleymdi veskinu mínu. Fór þá úr sandölunum, tók fyrst þann vinstri síðan þann hægri. Er svo mikill rebell.
- Tók geisladisk uppúr hulstri í dag með það í huga að hlusta á hann. Síðan hringdi síminn. Þannig að ég gekk frá disknum á sinn stað og svaraði í símann. Talaði í nokkrar mínútur og lagði símann frá mér að samtali loknu.
- Sei, sei já, bara langt síðan maður bloggaði síðast. Sei, sei.
- Maður verður að blogga aðeins meira.
- Hó hömm, bloggitíbloggblogg.
- Bloggið bara, já. Hmm. Blogg.
- Alveg mánuður síðan ég bloggaði.
- Hér kemur eitt blogg í viðbót.
- Hér er en ein bókin...
- Ætla að skrifa bók hérna...
- Langt síðan ég hef skrifað bók...
- Veit ekki hvort einhver nennir að lesa bækurnar mínar, en hér kemur samt smá bók...
Það finnst mér allavega.
3 ummæli:
Djöfull er ég búinn að blogga mikið :)
Seisei, já.
Góðar pælingar hjá þér. Hugsa að ég tileinki mér þetta í auknum mæli. Hef sjálfur fallið í þessa gryfju stundum.
Já. Taka svoleiðis lið og hengja það.
Skrifa ummæli