föstudagur, janúar 21, 2005

Er að lesa bréf frá langalangaafa mínum, hann Ari Hálfdanarson. Þau eru rituð frá árunum 1887 til 1910, og það sem mér finnst dálítið merkilegt er hvað maðurinn skrifaði alveg listilega vel og var með næstum óaðfinnalega stafsetningu, og það miðað við daginn í dag. Það eru nokkrar framburðarstafsetning einsog "eptir", "einginn" og "feignir"

Ekki er það verra að maður lærir af þessu, þ.e. brotabrot um lifnaðarhætti forfeðra minna. Þetta er auk þess ekkert ljósritað prump, þetta er "the real deal". Magnað.

Engin ummæli: