mánudagur, janúar 24, 2005

Nokkrir minnispunktar (því ég er ölvaður):

  • Athuga með Magnús Þorkell Bernharðsson og það sem hann segjir í sunnudagsblaði morgunblaðsins um að fyrst nú er að spretta upp sem má kalla þjóðareinkenni Íraka, þ.e. að súnnítar, sjítar og kúrdar eru að sameinast sem ein þjóð.Einnig lesa nýútkomna bók hans sem heitir víst Píslarvottar nútímans.
  • Að Tröllavinafélagið eru ekki bara tröll, það eru líka grýlur, rétt einsog karlmaður og kvenmaður - tröll og grýla (þannig skil ég það). Þetta er félag með spaugsamu ívafi en með nett alvarlegum þönkum: til að mynda náttúruvernd og hreinsa ýmis vafasöm hugmyndakerfi, er í sumum tilfellum eru kennd við Karl nokkurn Marx, af ásökunum sem eru ekki afleiðing eða tilgangur tiltekinnar hugmyndafræði
  • Máski koma með smá greinargerð um Immanúel Kant (sem hafði áhrif á Hegel, sem þar af leiðandi hafði áhrif á Marx, sem þar af leiðand hafði áhrif á allan heiminn).
  • Og það var eitthvað fleira sem gerðist um helgina...alveg rétt... rökstuðningur fyrir notkun LSD í sumar.

Engin ummæli: