þriðjudagur, janúar 18, 2005

Sögulegar endurtekningar II
hugrenningartengsl og ginnungargap

Er að lesa áhugaverða bók er ber heitið Galdrafárið í Evrópu eftir sagnfræðing að nafni Hugh Trevor-Roper. En einsog nafnið gefur til kynna þá er verið að skoða galdrafárið í Evrópu útfrá mannfræðilegu, félagsfræðilegu og sagnfræðilegu sjónarhorni. Einn ansi áhugaverður punktur er einhvern meginn á þessa leið: Hvert sem svartmunkar eða aðrir nornaveiðarar komu, hvert sem þeir fóru í sinni endalausu leit af nornum og galdramönnum til að pynda og brenna, sama hvaða afdalasveitum þeir létu sjá sig í, sama hvaða hamlet eða fjallaþorpi þeir birtust, ekki skipti þótt engar sögur voru af vélarbrögðum á þessum tilteknum stöðum, héröðum og bæjum, alltaf fundu þessir karlar konur og menn til að brenna, undantekningalaust alltaf fundu þessir brjálæðingar tugi, hundruði einstaklinga sem kukluðu og höfðu samneyti við djöfullun og virtust birtast upp úr þurru. Þegar aðilar fá of mikil völd þá geta þeir komist upp með hvað sem er. Í sögulegu samhengi vill ég benda á þetta hérna.

Hvert sem bandarískir hermenn fara til að berjast á móti hryðjuverkamönnum, sama þótt að hryðjuverkamenn eru ekki starfandi á þessum svæðum, þá virðast hryðjuverkamenn birtast, einsog galdrafólkið, upp úr þurru, og af þeim stafar "ógn" við stöðugleikann. Það sem stöðvaði galdraofsóknirnar í Evrópu var skynsemisstefna sem má að einhverju leyti rekja til bréfaskrifa Erasmus frá Rotterdam.

Það eina sem getur stoppað þessa ógnvænlegu heimsþróun, að því er virðist, er algjört blóðbað. Þegar fólk fær nóg, þá verður það bælt síðan brýst út óheft reiði gagnvart þeim sem virðast eiga sökina á þessu. Það eru einstaklingar sem vilja blátt áfram skipta heiminum í tvennt, við á móti þeim, þeir á móti okkur. Svart og hvítt. Us and them. Þessir "Þeir" eru örfáir firrtir karlar sem telja nauðsynlegt að kúga aðra til að fá sitt fram, sem eru einhver einstök veraldleg gæði, sem enginn annar á rétt á nema Þeir. Þessir menn hlusta ekki á rök, þessir menn taka ekki mark á skynsemi hvað þá sannleika. Þessir menn er ekki hægt að semja við eða tala. Þessir menn eru þeir sem stjórna (eða vilja stjórna, því það gæti verið að einhverjir aðrir baktjaldamakkarar sem toga í strengina á þessum pedófílum og sadistum). Ef morð er óásættanlegt, þá þarf að taka þarf úr umferð með öðrum ráðum, eins fljótt og auðið er. Eitthvað þarf að gera!

Ef til vill er maður að gera of mikið úr hlutunum, kannski að maður gleymi þessarri skálmöld sem virðist vera henda fyrir utan okkar farsæla frón, fá sér bílalán og íbúðarlán, klára skóla, fá sér vinnu og segja "Þetta varðar mig ekkert um, fari samkennd til fjandans!"

Engin ummæli: