mánudagur, janúar 17, 2005

11. september 2001 og svona...

Ef eitthvað fer alvarlega úrskeiðis í landinu sem maður býr í og íbúar í þessu landi vilja fá örugg svör við spurningum sem brenna á tungum borgarana er tengist þeirru alvarlegu uppákomu, og ef þau fá enginn góð svör eða léleg og illa útskýrðar útskýringar á borð við "hvernig gat svona stór árás gegn landi sem skarar framúr öllum þjóðum er kemur að vopnum, vopnaburði og vopnvaldi, upplýsingum, reglugerðum og löggæslu, ekki sé minnst á þetta tiltekna land sé án efa máttarstólpi nútímaauðvaldshyggju, iðn- og tæknivæddasta þjóð sem nokkurn tíman hefur verið upp, átt sér stað?" og fengið "Því ógnin leynist allstaðar, við verðum að hræðast fólkið sem við þekkjum ekki... því það er á móti frelsi og lýðræði... þetta er svona einfalt, við á móti þeim" eða álíka, þá er ekkert svo óeðlilegt að véfengja sumt/margt/allt sem valdshafandi valdstjórn segjir og gerir.

Þegar eitthvað er virkilega AÐ, og það virðist vera að enginn opinber útskýring getur dugað til að friðþægja múginn, eða vissa hópa t.a.m. óþæga vinstrisinnaða atvinnumótmælendur, þá á sumt fólk til að benda puttanum á hugsanelga orsök. Síðan fer eftir því á hvern hópinn þú hlustar þegar þú ákveður hvaða tilteknum hóp þetta fyrst og fremst að kenna.
Hvernig, fyrst að hinn ógleymanlegi , hugbreytingadagur er í umræðunni, hvernig fóru fjórar flugvélar á "government-approved"-flugleið að því að vera ekki grunsamlegar í klukkutíma án þess að ekkert hafi verið gert? a) hrapaleg mannleg mistök b) hryðjuverkahópurinn sem stóðu fyrir þessu voru með innherja á nokkrum æðri stöðum einsog FAA, Pentagon og Hvíta Húsið (takið út og/eða hendið inn stofnun af ykkar eigin vali), eða c) Starfsmenn hjá FAA létu vita af þessu til allra helstu ríkisstofnana (Pentagon, CIA...) og [setjið inn atburðarrás af eigin vali]En, og það má vera að sú skoðun er eingöngu byggð á hreinni tilfinningu og rökum sem virðast vera samansafn af ótrúlegum minniháttar tilviljunum, eitthvað er að.

Engin ummæli: