ritað á einkennilegan og óreglubundinn hátt
Jæja, senn fer að líða að blóðugri byltingu, ef til vill blóðugustu byltingu mannkynssögunnar. Hvort sem það er á þessu ári eða eftir 50 ár, þá mun koma að því. Þetta er bara staðhæfing byggð á nokkrum staðreyndum og sögusögnum, en hér er pínulítill úrdráttur af helstu byltingum sögunnar svona til fróðleiks og skemmtunar:
- Bylting í Bandaríkjunum 1775 -1783, útaf óánægju gagnvart breska konungsveldinu, sem byrjuðu árið 1760 að mergsjúga nýlendubúana í Ameríku, til þess væntanlega að fá meiri aur til að ráðast inní önnur lönd sem ekki höfðu fána.
- Byltinginn í Frakklandi 1789 var útaf skattfríðindum aðals og klerks, matarskorti alþýðunnar og getuleysi stjórnvalda til að bæta kjör og aðbúnað alþýðunnar.
- Bylting var í Rússland 1905, svo aftur 1917, útaf getuleysi stjórnvalda til að bæta kjör og aðbúnað alþýðunnar.
- Byltinginn í Kúbu 1953-1959, var útaf kúgun gegn alþýðunnar sem einræðisherran Batista stóð fyrir og skattfríðinda stórfyrirtækja og elítunar. Og sú staðreynd að stjórnvöld á Kúbu var ekkert annað leppur BNA.
Jæja, á miðöldum var stofnun sem réði ríkjum um gjörvalla Evrópu, þ.e. hin Kristna kirkja. Ráðamenn og starfsmenn þessara stofnunar komust reglulega að brilljant og stórskemmtilegum niðurstöðum og hugmyndum sem þeir síðan framkvæmdu, til að mynda galdraofsóknir og -brennurnar, gyðingagettóin (því þeir trúðu á einn guð en ekki þrískiptan), krossfarirnar (það sem guð átti við með það að það væri rangt drepa var í raun að það er rangt að drepa KRISTNA menn) , kúgun, arðrán og gjörsamlega "útíhött-staðreyndir" á borð við að jörðin væri flöt, stjörnurnar negldar við himinhvolfið og að okkar heimur væri miðpunktur alheims, og ekki má gleyma að manneskjan er syndsamleg frá fæðingu, enda getin í synd, o.s.frv. Þetta hafði "allgóð" áhrif á marga, sérstaklega þegar kom að nýlendustefnu konungs og aðals í Evrópu. Þegar ferðast var Afríku og Ameríku, og ráku augun í þetta furðulega fólk sem hafði sérkennilegt útlit og menningu, þá komust margir hverjir að þeirri einkennilegu niðurstöðu að einhver skítalubbi sem kallar sig Guð hafi gefið þeim leyfi að "siðmennta" þetta fólk... með þrælkun og fjöldamorði.
Jæja, krossfarirnar voru líka allskemmtilegar, en þá fannst kirkjunnar-mönnum af einhverra hluta vegna bráðnauðsynlegt að fara þarna til Heiðingjalands og frelsa Jerúsalem úr höndum þessara afglapa og heiðingja. Fyrsta fólkið sem það hitti og slátraði var einkennilegt á litinn og talaði eitthvað hrafl, en voru samt kristnir. En yfirvaldið í kirkjunni sögðu að "öllum verður nú á", í bland við "vilja Guðs" og "heiðingjar samt" o.s.frv.
En það var samt óánægja með ráðríki kirkjunnar, og einhver munkur að nafni Marteinn Lúter, þýskur bjúgukrækir, sagði "nei, það er komið nóg af þessu ráðríki ykkar, this is too much, það á að vera beint samband milli manna og guðsa, og þið eruð bara búnir að ganga of langt í þessu bulli ykkar, fokkjú ég ætla að koma með annann vinkill á þetta Jesú og Guð-dæmi sem þið virðist vera misnota" eða eitthvað á þá leið. Margur maðurinn kinkaði kolli við þessar pælingar og sögðu, "hey, þetta rétt hjá honum, til hvers á ég að þurfa að tala við prest sem síðar kemur skilaboðunum til biskups, sem gefur skýrslu til erkibiskups, sem ef til vill orðar það við einn kardinála sem máski hvísla því í eyra Páfans sem á svo að koma mínum óskum á framfæri til almáttugs og alsjáand, -heyrandi og -vitandi Guðs þegar ég á að geta gert það sjálfur. Búlsjitt" Upphófst klofning milli suðurhluta Evrópu og norðurhluta.
Jæja... hvert er ég að fara með þetta? Tja, máski að benda á óánægju almennings almennt... svona einsog hversu langt mun þetta ganga, hvernig getum við látið örfáa einstaklinga komast upp með þetta og þetta meðal annars. Og er þetta framtíðinn sem við kannski öll þráum innst inni? Viljum við láta pískra okkur til hlýðni, brenna okkur fyrir óhlýðni? Er það mannlegt eðli að láta stjórna okkur og það skiptir ekki máli hver eða hvað það er? Hvort sem það er konungur, forseti eða guð?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli