mánudagur, janúar 10, 2005

Skildur og kvaðir gagnvart óháðum og ómerkilegum netmiðli?

Mér finnst það ekkert sérstaklega nauðsynlegt. Þó allar upplýsingar geta hugsanlega verið nauðsynlegar, þá er ekkert nauðsynlegt fyrir mig að miðla þeim upplýsingum sem ég hef að bera, hugsanlega. Ekki það að þær upplýsingar sem ég hef eru einhver hernaðarleyndarmál eða gætu ef til vill svarað öllum lífsins spurningum sem ég gæti hugsanlega talið að fólk sé ekki nægilega undirbúið til að meðtaka, eða eitthvað svoleiðis, ástæðan er sú að ég lít ekki á þennan tiltekna vettvang sem einhverju persónulega skildu er ég ætti að rækta, með því t.d. að miðla minni þekkingu, reynslu og ýmiskonar vangaveltum, sem ég að vísu geri, og geri það nógu reglulega til að vera sjálfur persónulega ánægður.

Engin ummæli: