mánudagur, janúar 10, 2005

Hvað er satt?
Það þarf ekki 803 blaðsíðna doðrant, sem blandar saman skáldskap við staðreyndir og staðreyndir við skáldskap, með slatta af samsæriskenningum til að krydda sögu sem virðist í senn ekkert vera svo fjarstæðukennd en er samt andskoti ótrúleg, til að segja mér það að ég eigi ekki að trúa öllu sem maður les.

En The Illuminatus! Trilogy eftir Robert Anton Wilson og Robert Shea gerir það bara á svo æðislega skemmtilegan hátt að það gleður mig ofsalega. Er ég að mæla með henni? Hvort ég er! Spenna, ofbeldi, kynlíf, heimspekilegar vangaveltur og pólitískur áróður, auk efnis sem maður hélt í fyrstu að væri bara ekki til... tek sem dæmi, Malaclypse the younger, höfundur Principia Discordia og stofnandi Discordians... er þetta til? Já, það virðist vera... eða hvað?

Og þetta er aðeins brotabrot af því einstaklega, uppljóstrandi/uppljómandi efni sem er í þessarri bók.

Ég get ekki annað en endurtekið, og endurtek aftur: Finnið þessa bók og lesið hana. Ég hef séð hana á stað er nefnist Snarrót á Garðastræti 2, Rvk.

Engin ummæli: