sunnudagur, janúar 30, 2005

Fleiri hugleiðingar um Írak

Í Írak í dag eru "fyrstu" "lýðræðislegu" "kosningarnar" í landinu síðan... aldrei. Af rúmlega 30 milljón manns sem búa þarna (og talan fer lækkandi með hverju degi), þá er búist við því að rúmlega 14 milljónir geta kosið, það er að segja ef þau þora að fara útúr húsi og ef þau þora, hvort þau komast alla leið. Þetta verður einsog frekar skuggalegur fótboltaleikur:

"Sjáiði, þarna fer Ahmed Allawi útúr húsi, hann er mjög var um sig... ókei hann ætlar að bíða aðeins. Hann tekur eitt skref, tvö... NEI, hann er skotinn í hausinn!"

Síðan er ég byrjaður að lesa Píslarvotta nútímans eftir Magnús Þorkell Bernharðsson, en sú bók fjallar um afskipti vesturvelda yfir Írak (Mesópótemía) og Íran (Persía) í gegnum 20. öldina. Áhugaverð og fróðleg lesning, sérstaklega þessar kaldhæðnsilegu sögulegu endurtekningar; Bretar réðust inní Mesópótemíu eftir fyrri heimstyrjöldina og sögðu "Við erum ekki komnir til að hertaka ykkur, við erum komnir til að frelsa ykkur" og ekki leið á löngu að uppreisn og andspyrna komst í hámark stuttu síðar... og nú 84 árum seinna, nákvæmlega sama klisjan og nákvæmlega sama útkoman. Hmmmm... einnig hagræddu Bretar stjórninni, bæði í Írak og Íran, þannig að þeir væru hliðhollir þeim og auk þess, eftir að olía fannst, bæði í Írak og Íran, þá einokuðu bretar olíuna í báðum löndunum. En nú eru tímarnir aðrir. Það er bara tímaspursmál hvenær BNA ráðast í Íran í nafni frelsis og lýðræðis og koma á fót nákvæmlega sama apparati og Bretar gerðu í báðum löndunum (og það sem er þegar komið í Írak) þ.e. leppstjórn. En að vísu áskotnaðust báðum löndum sjálfstæði frá konungsveldinu Bretland um tíma... en.

Magnað. Magnað. Magnað. Hvað skal gera?

Engin ummæli: